Valkostur Þýskalands með vind í seglin

Valkostur fyrir Þýskaland, AfD, (Alternativ für Deutschland) hefur bætt við sig 5,3% fylgi í þýsku sveitarstjórnarkosningunum í Hessen og Bæjaralandi. Ráðandi bandalag jafnaðarmanna, frjálslyndra og umhverfisverndarsinna tapar verulega fylgi sérstaklega í Hessen. Kristdemókratar koma sem algjörir sigurvegarar og bættu við sig 7,6% og eru langsamlega stærsti stjórnmálaflokkurinn í Hessen með 34,6% fylgi.

Sveitarstjórnarkosningarnar í Hessen og Bæjaralandi hafa snúist um meira en bara svæðisbundnar kosningar, því þær eru einnig vísbending um aukið fylgi AfD á landsvísu. Í Hessen varð AfD næststærsti flokkurinn að sögn Tagenschau. Þegar talningu lauk var flokkurinn með 18,4% atkvæða sem er 5,3% aukning miðað við síðustu kosningar. Sósíaldemókrataflokkur Þýskalands, SPD, þýski jafnaðarmannaflokkurinn, fékk 15,1 % atkvæða og bakkaði 4,7%. Kristdemókratar eru ókrýndir sigurvegarar, bættu við sig 7,6% og hafa núna 24,6% fylgi.

Í Hessen eru tölurnar skelfilegar fyrir þýska stjórnarsamstarfið, sem samanstendur af sósíaldemókrataflokknum SPD, umhverfisverndarflokknum B90/DG og frjálslynda flokknum FPD. Flokkarnir tapa samanlagt 12,5%. Vinstriflokkurinn Die Linke, DL, tapar einnig 3,2% og kemst ekki inn á þing.

Samkvæmt könnunum Politico’s Polls of Polls er Valkostur Þýskalands, AfD, í dag næststærsti flokkurinn með 21%. Kanslaraflokkurinn, Sósíaldemókrataflokkur Þýskalands er þriðji stærsti flokkur með 17%. Afstaða stórnmálaelítunnar í Þýskalandi minnir á afstöðu sömu elítu í Svíþjóð til Svíþjóðardemókrata. Reyna þeir allt til að útiloka og jafnvel banna flokkinn.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa