Kenneth Darlington sem er bandarískur lögfræðingur á eftirlaunum, varð svo reiður þegar loftslagsaðgerðarsinnar í Panama lokuðu veginum og hann komst ekki áfram á bílnum, að hann fór úr bílnum með skammbyssu og skaut tvo þeirra til bana. (Aðvörun við sterkum myndum á myndskeiðinu að neðan).
Á þriðjudag lokaði hópur loftslagsmótmælenda Pan-American hraðbrautinni í Chame. Darlington krafðist þess að mótmælendur flyttu sig og vegatálmana svo umferðin gæti haldið áfram. Þegar þeir neituðu að gera það, þá dró hann upp skammbyssu úr vasa sínum og byrjaði að skjóta á mótmælendurna í návist hóps blaðamanna sem fylgdust með mótmælunum á staðnum. Þess vegna var skotárásin kvikmynduð um leið og hún átti sér stað.
Eitt fórnarlambanna, Abdiel Díaz Chávez, lést á staðnum en annar maður, Iván Rodriguez Mendoza, var úrskurðaður látinn síðar á sjúkrahúsi, samkvæmt TVN. Bæði fórnarlömbin voru kennarar, samkvæmt svæðisbundnum fjölmiðlum. Lögreglan handtók Darlington á staðnum og hefur hann verið ákærður fyrir morð og ólöglega vörslu skotvopns.
VARÚÐ VIÐ STERKUM MYNDUM: EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!