Búið að jarða lýðræðið – Lyfjarisarnir ráða för

Það er ekki mikið eftir af lýðræðinu, ef marka má breska þingmanninn Andrew Bridgen. „Heimsfaraldurinn“ og „bóluefnið“ hafa leitt það í ljós. Aðrir hagsmunir ráða för – hagsmunir lyfjarisanna.

Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen dró upp dökka mynd af ástandi lýðræðisins í heimalandi sínu á Covid-málfundi í sænska þinginu sl. september. Stjórnmálamennirnir stjórna ekki heilbrigðismálunum lengur. Lyfjarisarnir gera það.

Hagsmunir lyfjarisanna sterkastir

Áður tilheyrði Bridgen Íhaldsflokknum en hann var rekinn úr flokknum vegna gagnrýni hans á hinum svokölluðu Covid-bóluefnum.

„Háttsettur fulltrúi flokksins sagði við mig í lok fundarins: Andrew, það er enginn stjórnmálaáhugi eins og er á skoðunum þínum varðandi bóluefnið. Þau geta verið til eftir 20 ár og þú hefur líklega rétt fyrir þér. Þú verður að hafa í huga, að þú ferð fram gegn öflugustu eiginhagsmunum í heimi, með allri þeirri persónulegu áhættu sem því fylgir.“

Opinbert eftirlit og heilbrigðisyfirvöld í gíslingu

Bridgen segir, að það sé yfirhöfuð erfitt að fá umræðu um málið. Hann nefnir sem dæmi breytingarnar sem WHO er að reyna að koma í gegn í alþjóðlegum heilbrigðisreglum. Samkvæmt Bridgen er spilling útbreidd og búið „að taka eftirlit og lyfja- og heilbrigðisyfirvöld okkar í gíslingu.“ Hann segir:

„Það er ljóst, að lýðræðisríki okkar vilja ekki ræða þessi mál. Ég meina, 86% af fjármagninu kemur frá lyfjarisunum. Eins og ég sagði í umræðum á breska þinginu, þá má líkja þessu við, að veiðiþjófarnir múti veiðivörðunum. Þetta er hrein hörmung. Þessar stofnanir hafa verið teknar í gíslingu. Þær vinna ekki lengur í þágu almennings.“

Sama ástand á þjóðþingum

Bridgen heldur áfram:

„Mjög margir þingmenn hafa komið að máli við mig. Þeir vita hver sannleikurinn er en vilja ekki segja hann opinberlega. Þeir vita af skaðanum. Á þingi okkar eru 4.000 alvöru fólk. Kokkarnir, ræstingarfólkið, öryggisverðirnir, lögreglan. 80% þeirra standa með mér. Þau tala við mig í einrúmi. Ef þau gerðu það opinskátt, þá yrðu þau rekin.“

Þið munið ekki eignast neitt okkar og vera óhamingjusöm

Andrew Bridgen telur einnig að um 80% Breta skilji, að eitthvað alvarlegt sé að mRNA bóluefninu. Samt er sannleikurinn þagaður niður. Hann segir, að „við búum ekki lengur við lýðræði sem verndar fólkið.“

„Ég held að þið getið sjálf dregið ályktun um eftir hvaða pípu þingið okkar dansar. Í augnablikinu sitjum við uppi með skopmynd af lýðræði. World Economic Forum segir, að við munum ekki eiga neitt og vera hamingjusöm. Ég vil svara því af hálfu frjálsa fólksins í heiminum: Þið munið ekki eignast neitt okkar og verða mjög óhamingjusöm.“

Heyra má erindi breska þingmannsins hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa