Sjálfkeyrandi bílar bráðum á sænskum vegum

Eftir áramótin verða þrjár vegalengdir í Svíþjóð tilbúnar til reynsluaksturs sjálfkeyrandi farartækja. Þetta er mögulegt, þar sem svæðin verða útbúin með uppfærðu 5G neti sem bílarnir tengjast.

Vegalengdirnar þrjár sem um er að ræða eru hraðbrautin E4 milli Södertälje og Nyköping, hraðbrautin E18 milli Danderyd og Kapellskär og þjóðvegur 40 milli Råda fyrir utan Gautaborg og Viared fyrir utan Borås.

Telia ásamt Ericsson er vinna að uppfærslu á 5G netkerfum fyrir sjálfkeyrandi farartæki. Það er hluti af nýsköpunaráætluninni Northstar. Magnus Leonhardt, yfirmaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Telia, segir í viðtali við DN:

„Ég held að sjálfkeyrandi farartæki séu skemmtilegt notkunarsvæði með þessari tækni sem allir eru að tala um. En það getur líka snúist um fjarstýrð farartæki og ég tel að drónar verði örugglega notaðir á þessum slóðum líka.“

Sérstakar leiðir eru valdar vegna nálægðar við staði, þar sem sjálfstýrð og tengd farartæki eru þróuð og prófuð.

Nettengd heilsugæsla

Á hraðbrautinni E18 frá Danderyd til norðurs eru einnig áform um að prófa nettengda heilsugæslu. Sjúklingar munu fá möguleika á læknishjálp í sjúkrabílnum með myndbandstengingu á leiðinni í bráðamóttökuna. Sprotafyrirtækið Einride sem þróar rafknúna og sjálfkeyrandi vörubíla, hefur áhuga á að nota nýju netin. Tomas Ohlson, sem ber ábyrgð á sjálfkeyrandi kerfum hjá Einride, segir

„Við erum mjög ánægð með þessa fjárfestingu. Hún styrkir grundvallartraust á tækninni og hraðar tilkomu sjálfkeyrandi farartækja.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa