Glæpahóparnir í Svíþjóð og Ekvador vinna betur saman en yfirvöld landanna

Helsingborg í suður Svíþjóð er orðin einn aðalmóttökustaður álfunnar á kókaíni. (Mynd © Frontline Focus).

Lögreglan í Ekvador kallar eftir nánari samstarfi við sænsk yfirvöld. Fíkniefnaumferðin til Helsingborgar er orðin svo mikil, að hún skapar vandamál. – Í Ekvador.

Sænsk ungmenni drekka sífellt minna en neyta fíkniefna í þeim mun meiri mæli. Það hefur ekki aðeins leitt til þess að Ríkinu „Systembolaget“ er skipt út fyrir glæpahópa, heldur hefur bæði eiturlyfjaframleiðsla og stríð á milli glæpahópa aukist mikið í Rómönsku Ameríku.

Að sögn yfirvalda Ekvador, sem áður var frekar friðsælt

Að sögn yfirvalda í Ekvador, sem áður var frekar friðsælt en fátækt land, er kókaín sent í tonnatali árlega frá höfnum landsins til Helsingborgar í Svíþjóð. Lögreglustjórinn Pablo Ramirez segir í viðtali við SVT:

„Í fyrra lögðum við hald á samtals 6,5 tonn sem áttu að fara til sænskra hafna.“

Yfirvöld Ekvadors skilgreina Svíþjóð núna sem þýðingarmikið móttökuland eiturlyfja og vilja hafa nánara samstarf við yfirvöld í Svíþjóð svo hægt sé að taka á vandanum.

Enn sem komið er, gengur það hægt. Pablo Ramirez fullyrðir með hógværð að glæpagengin í Svíþjóð og Ekvador starfi betur saman en ríkisstjórnir landanna. ann segir:

„Við þurfum að koma á samstarfi og við þurfum að samræma viðleitni okkar með Svíþjóð.“

Í Ekvador hefur fjöldi morða fimmfaldast á fimm árum. Talið er að hluti af orsökinni sé útflutningur á kókaíni til Helsingborgar.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa