Eftirfarandi er fréttatilkynning varnarmálaráðuneytis Ísraels sem birtist 12. nóvember um eldsneytisafhendingu Ísraels til sjúkrahússins Shifa á Gaza. Vísað er m.a. til tveggja símtala, það fyrra um afhendingarstað eldsneytisins og það síðara um stöðvun Hamas á, að sjúkrahúsið gæti notað eldsneytið. Einnig er myndskeið Ísraelshers sem sýnir þegar hermenn þeirra koma díselbrúsunum fyrir við inngang sjúkrahússins. Sjúkrahúsið ætlaði að nota eldsneytið til að geta haldið áfram bráðaþjónustu sinni en Hamas slökkti þann möguleika.
Í gærkvöldi samræmdi Ísraelsher (IDF) flutning á eldsneyti til brýnna læknisfræðilegra nota á Shifa sjúkrahúsi. Snemma morguns komu hermenn til sjúkrahússins og komu fyrir 300 lítrum af eldsneyti til notkunar í brýnum læknisfræðilegum tilgangi.
Meðfylgjandi er samtal á milli háttsetts ísraelsks embættismanns í höfuðstöðvum samhæfingar og samskipta og háttsetts embættismanns á Shifa-sjúkrahúsinu á Gaza, þar sem þeir ákváðu afhendingu eldsneytis við inngang spítalans: https://bit.ly/46g4tUm.
Meðfylgjandi myndskeið sýnir hermenn Ísraelshers setja 300 lítra af eldsneyti við inngang Shifa sjúkrahússins snemma morguns:
Síðar bárust sönnunargögn til Ísraelshers, sem sýndu að embættismenn Hamas komu í veg fyrir að sjúkrahúsið fengi eldsneytið.
Meðfylgjandi er upptaka af samtali yfirmanns varnarmálaráðuneytisins og háttsetts embættismanns í heilbrigðisráðuneytinu á Gaza sem segir, að Yosef Abu Rish, yfirmaður heilbrigðisráðuneytisins, hafi bannað þeim og komið í veg fyrir að þeir fengu eldsneytið: https:// bit.ly/3sw6M80.