ESB mun sniðganga neitunarvald Ungverja og senda meira fé til Úkraínu

Ef Ungverjaland beitir neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir nýjan hjálparpakka að verðmæti 50 milljarða evra til Úkraínu, þá ætlar ESB engu að síður að samþykkja pakkann. Sambandið er núna að smíða áætlun um að komast fram hjá stjórnarbundnu neitunarvaldi Ungverjalands.

Stjórnendur ESB hafa lagt til að auka fjárframlög til Úkraínu til að greiða laun embættismann úkraínska ríkisins og annan kostnað í framhaldi stríðsins. 27 aðildarríki ESB munu greiða atkvæði um pakkann á leiðtogafundi í Brussel 14. til 15. desember. Greiðslur úr sameiginlegum fjárlögum ESB þurfa samhljóða stuðning allra aðildarríkjanna. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur lýst því yfir, að Ungverjaland muni leggjast gegn pakkanum á meðan Úkraína skilgreinir ungverskan stórbanka sem óvin sinn. Zoltan Kovacs, talsmaður ungverska ríkisstjórnarinnar, segir í athugasemd, að allur fjárhagslegur stuðningur við Úkraínu ætti að vera aðskilinn frá fjárlögum ESB og að ESB þurfi nýja stefnu fyrir landið.

Finna leið fram hjá lögum ESB

Tveir embættismenn ESB sögðu, að ef Ungverjaland beitti neitunarvaldi, þá ætti sambandið enn leið fram hjá því með því að biðja ríkisstjórnir aðildarríkja ESB að búa til eigin hjálparpakka þannig að heildarupphæðin yrði sú sama. Embættismaður ESB sagði við Reuters:

„Fjármálapakkinn til Úkraínu verður leystur með einum eða öðrum hætti, Kænugarður mun fá peninga frá ESB.“

Hins vegar verður ekki hægt að beita sama bragði, þegar ESB-ríkin munu taka ákvörðun í desember, hvort hefja eigi aðildarferli Úkraínu sem umsækjanda að ESB.

27 milljarðar evra = 4.162 milljarðar íslenskar

Samkvæmt tölum frá Brussel hafa ESB-ríkin frá stríðsbyrjun sent hernaðaraðstoð að andvirði 27 milljarða evra til Úkraínu sem eru 4. 162 milljarðar íslenskar kr.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa