Formaður sænskra jafnaðarmanna reynir að hvítþvo flokksbróðurinn sem styður Hamas

Á miðvikudaginn ásakaði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar Magdalenu Andersson formann jafnaðarmanna um hryðjuverkarómantík innan jafnaðarmanna (sjá myndskeið neðar á X). Magdalena Andersson átti ekki til orð og missti skapið og byrjaði að gráta. Hún mismælti sig óheppilega og kallaði flokksbróður sinn, Jamal El-Haj, fyrir Jamal „Hamas.“

El-Haj var einn af fyrirlesurunum á ráðstefnu til stuðnings Palestínumönnum í Malmö í vor, þar sem hann sást knúsa skipuleggjandann, Palestínumanninn Amin Abu Rashid, sem talinn er vera sérstakur fjársöfnunarmaður hryðjuverkasamtanna Hamas í Evrópu.

Skömmu eftir ráðstefnuna var skipuleggjandinn handtekinn af hollensku lögreglunni grunaður um fjármögnun hryðjuverka. Í hollenskum fjölmiðlum er Amin Abu Rashid kallaður „peningasafnari Hamas.“

Flokkur sænskra jafnaðarmanna á ekki í neinum vandræðum þátttöku Jamal El-Haj á ráðstefnum undir merkjum Hamas. Það hindrar hann ekki í því að vera þingmaður þeirra á sænska þinginu.

Jamal El-Haj faðmar meintan fulltrúa Hamas (skjáskot YouTube).

Andersson: „Ertu að ásaka Jamal Hamas“

Ulf Kristersson vakti athygli á tengslum jafnaðarmanna og hryðjuverkasamtakanna Hamas. Forsætisráðherrann sagði:

„Sá sem Magdalena Andersson segir að hafi helgað líf sitt baráttunni gegn Hamas var þar og tók virkan þátt, – sker það ekki í augun? Ég tel að það sé hryðjuverkarómantík innan ákveðinna kratahópa sem leiðtogi sósíaldemókrata ætti að hafa áhyggjur af.“

Magdalena Andersson hélt áfram í hlutverki fórnarlambsins. Hún barðist við grátinn á meðan hún sagði frá því, að fjölskylda stjórnmálamannsins hlyti að hafa verið þurrkuð út. Hún sagði:

„Ulf Kristersson, ertu að saka Jamal Hamas, um að vera hryðjuverkarómantíker? Fjölskylda tengdadóttur hans þurrkaðist út fyrir nokkrum dögum. 36 manns, öllum lífum sópað á brott. Í þessu hræðilega stríði. Þú meinar að hann sé hryðjuverkarómantíker sem stendur á bak við Hamas, það er hræðileg ásökun.“

Hún hélt svo áfram, nálægt tárum:

„Fjölskylda tengdadóttur hans var þurrkuð út fyrir nokkrum dögum. 36 manns. Hvarf í þessu hryllilega stríði. Þú meinar, að hann sé hryðjuverkarómantíker sem sé á bak við Hamas. Þetta er hræðileg ásökun, Ulf Kristersson. Þú ert forsætisráðherra landsins, hvernig geturðu vogað þér að segja þetta?“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa