Það segir mikið um fjölmiðla og hlutdrægni þeirra, hvað þeir velja að fjalla ekki um. Tæplega 300.000 manns gengu í Washington í Bandaríkjunum á þriðjudag til að sýna Ísrael stuðning. Maður gæti haldið, að svo stór viðburður myndi réttlæta umfjöllun á forsíðu Washington Post. En stóri miðillinn valdi að þegja. Er einhver hissa? Annað var upp á teningnum, þegar konur fylktu liði gegn Trump í janúar 2017. Hér að neðan eru framsíður Washington Post og nokkurra annara blaða daginn eftir gönguna:
New York Times sagði frá göngunni á forsíðuinni
Usa Today og Wall Street Journal sögðu líka frá stuðningsgöngunni við Ísrael
The Washington Post var einu sinni rit sem mark var takandi á. Því miður hafa hermenn vinstra rétttrúnaðarins tekið yfir blaðið eins og þeir hafa tekið margar stofnanir Bandaríkjamanna í gíslingu.