BBC: 400% meiri líkur á að greindarvísitala fari undir 70 hjá börnum giftra ættingja

Joe Rogan, er heimsfrægur þáttarstjórnandi umræðuþátta, þar sem viðkvæm mál eru oft tekin fyrir og brotin til mergjar. Í einum þættinum ræddi hann við meðmælanda sinn um árekstra hinna gjörólíku menningarheima íslams og frelsis Vesturlanda.

Rogan sagði, að menningarheimur þar sem konur fá ekki að keyra bíl, ekki að kjósa, eru klæddar búrku og fá limlestuð kynfæri, sé ekki sá menningarheimur sem passi fyrir kristin samfélög og frelsi fólks á Vesturlöndum. Ræddi hann og viðmælandinn um nauðsyn heiðarlegrar umræðu um hina ólíka menningarheima og þá árekstra sem óhjákvæmilega verða á milli þeirra. Rogan sagði:

„Við verðum kallaðir íslamafóbar og rasistar fyrir að ræða þessi mál en það verður að ræða þau.“

Viðmælandi hans vísaði til eldri rannsóknar BBC á erfðafræðilegri úrkynjun fólks, sem giftist náskyldum og eignuðust börn með þeim, eins og íslam og Kóraninn boða. Joe Rogan átti varla til orð til að lýsa undrun sinni, þegar hann las upp orðin á skjánum og varð að margspyrja um heimildir til að sannfærast, því tölur BBC voru svo hrikalegar.

Samkvæmt Jyllands-Posten 27. febrúar 2009, þá eru 70% Pakistana nátengdir vegna innbyrðis giftinga og barneigna og meðal Tyrkja er talan 25-30%. BBC sýndi fram á ár 2005, að 55% Pakistana í Bretlandi voru giftir náskyldum. Samkvæmt Times of India er pakistönsk fjölskylda í Bretlandi 13 sinnum líklegri en aðrir til að eignast börn með víkjandi erfðafræðilega eiginleika. Rannsókn BBC sýndi einnig, að á meðan 2,4% barneigna í Bretlandi voru hjá pakistönskum foreldrum, þá var hlutfall barna þeirra um 30% barna með víkjandi erfðafræðilega eiginleika og barnadauða.

Hlýða má á umræðurnar hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa