Sveitarfélagið Luleå hefur hleypt af stokkunum átaki í haust til reyna að fá íbúana til að heilsa hverjum öðrum.
Sveitarfélagið skrifar á heimasíðu sinni, að það að segja „halló“ gleðji fólk. Að sögn sveitarfélagsins getur „halló“ – sem er HEJ á sænsku, skipt sköpum við að skapa öryggi í borginni.
Halló eykur öryggi bæjarins
Anna Lindh Wikblad, bæjarstjóri í Luleå, tekur skýrt fram, að átakið geti stuðlað að því að gera borgina að öruggum stað.
„Við viljum hvetja til vinalegrar Luleå sem tengir saman félagsskapinn. Það þýðir, að við getum haldið áfram að vera öruggur staður fyrir þá sem hér búa og einnig laða að nýtt fólk sem vill flytja hingað.“
Átakið sést í auglýsingum á strætisvögnum, á myndskermum í kaupmiðstöðvum og menntaskólum, jafnframt í blöðum á samfélagsmiðlum m.fl.
Sjá má auglýsingu sveitarfélagsins hér að neðan: