Jólagjöf Finnlands til Úkraínu: Aukin framleiðsla á skotfærum

Stórskotfallbyssa af gerðinni Archer. Mynd © U.S. Air National Guard photo by Staff Sgt. Bryan Myhr/public domain

Núna þegar að Finnland er orðið Nató-meðlimur, þá undirbýr landið sig undir að taka virkan þátt í staðgengilsstríðinu gegn Rússlandi. Finnland mun styðja Úkraínu enn meira en áður og auka verulega framleiðslu á skotfærum fyrir landið, segir Iltalehti.

Finnski varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen hefur tilkynnt, að Finnar muni auka verulega framleiðslu á stórskotaliðsskotum fyrir Úkraínu. Dagblaðið Iltalehti segir, að ákvörðun um framleiðsluaukningu hafi verið lofað sérstaklega „sem jólagjöf til Úkraínumanna.“

Að sögn finnskra stjórnvalda mun ríkisstjórnin á næstunni kynna áætlun sem mun auka verulega framleiðslu skotfæra. Búist er við að ákvörðun verði tekin fyrir jól. Kostnaðurinn er upp á tugi milljóna evra. Häkkänen segir við Iltalehti:

„Markmiðið er að styðja Úkraínu enn frekar en núna er gert. Samtímis er frekari viðbúnaður í Finnlandi og á Norðurlöndum aukinn, hvað varðar skotfæraframleiðsluna.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa