Kennedy: Spillt elíta hefur eyðilagt Bandaríkin

Robert F. Kennedy tilkynnir, að hann bjóði sig fram sem óháðan forsetaframbjóðanda í kosningunum 2024. Repúblikanar og demókratar eru spilltir flokkar, sagði hann í ræðu á mánudag. Samkvæmt Kennedy er bandaríska þjóðin reiðubúin að „endurheimta frelsi sitt og sjálfstæði.“ „Ógnarstjórn spillingarinnar“ verður að víkja, bendir hann á.

Á mánudaginn tilkynnti Robert F. Kennedy að hann væri í framboði til forseta árið 2024, en ekki fyrir demókrata, heldur sem óháður frambjóðandi. Samkvæmt Kennedy hafa spillt öfl yfirtekið bandaríska ríkið.

Ný stjórnarkrá

„Ég er hér til að lýsa yfir framboði mínu sem óháður frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Og það er ekki allt. Ég er hér með ykkur til að gera nýja sjálfstæðisyfirlýsingu fyrir alla þjóðina okkar. Við lýsum yfir sjálfstæði frá fyrirtækjum sem rændu ríkisstjórn okkar. Við lýsum yfir sjálfstæði frá Wall Street, Big Tech, Big Pharma, Big AG, herverktökum og hagsmunagæslumönnum þeirra. Við lýsum yfir sjálfstæði frá málaliðafjölmiðlunum sem efla rétttrúnað fyrirtækjanna og hvetja okkur til að hata nágranna okkar og óttast vini okkar. Við lýsum yfir sjálfstæði frá tortrygginni elítu sem svíkur von okkar og styrkir sundrungu.“

Tökum okkur frá þessum spilltu öflum

„Að lokum lýsum við yfir sjálfstæði frá bæði stjórnmálaflokkum og spilltum hagsmunum sem ráða yfir þeim og öllu því tilbúna kerfi biturleika, reiði, spillingar og lyga, sem hefur breytt embættismönnum ríkisins í samningsbundna innkaupaþjóna yfirmanna fyrirtækja sinna. Við lýsum yfir sjálfstæði okkar frá þessum spilltu öflum, vegna þess að þau samrýmast ekki ófrávíkjanlegum réttindum til lífs, frelsis og leit að hamingju sem upprunalega var sett fram í sjálfstæðisyfirlýsingu okkar árið 1776.“

Skipti um skoðun

Samkvæmt Kennedy hefur „spillt harðstjórn“ tekið völdin í Bandaríkjunum og hún er að taka lífið frá fólkinu, framtíðartrú og virðingu hvert fyrir öðru. Hann bendir líka á, að það sé hættulegt að hugsa bara í svart-hvítu og sjá heiminn í ljósi þess góða gegn því illa. Það verður líka að reyna að hlusta á hina hliðina. Kennedy segir:

„Í stríðinu gegn hinu illa, helgar markmiðið allar aðferðir. Niðurstaðan er sú, að maður verður sjálfur vondur. Ég skal taka dæmi. Fyrir sex mánuðum hélt ég að opin landamæri væri mannúðarstefna og að loka landamærunum þýddi að maður hataði útlendinga eða væri jafnvel kynþáttahatari. Ég hafði rangt fyrir mér. Hvernig vissi ég að ég hafði rangt fyrir mér? Það var ekki bara það að ég var að hlusta á hina hliðina. Það var í raun þegar ég heimsótti landamærin og hlustaði á fólk sem var ekki öðru hvoru megin. Skoðanir mínar breyttust, þegar ég talaði við landamæraverði, við embættismenn á staðnum, við hjálparstarfsmenn og við farandfólkið sjálft.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa