Ef Rússland vinnur stríðið í Úkraínu gæti það endað með stríði, þar sem bandarískir hermenn eru sendir inn. Þetta sagði John Kirby, fulltrúi Hvíta hússins, á blaðamannafundi í vikunni.
Fyrr í vikunni lýsti aðalráðgjafi Úkraínu því yfir, að Úkraína gæti tapað stríðinu gegn Rússlandi fáist ekki meira fé frá Bandaríkjunum. Núna varar Hvíta húsið enn og aftur við afleiðingunum sem þetta gæti haft: stríð þar sem bandarískir hermenn berjast gegn Rússlandi. John Kirby sagði:
„Ef Pútín fær alla Úkraínu, hvað þá? Hvert fer hann þá? Því einmitt þá er hann andspænis austurhlið Nató. Ef þið haldið, að kostnaðurinn við að styðja Úkraínu sé mikill núna, ímyndið ykkur hversu miklu hærri hann verður — ekki bara í þjóðlegri mynt, heldur í bandarísku blóði — ef hann ræðst á einn af bandamönnum okkar í Nató.“
Að sögn Kirby hefur enginn bandarískur hermaður látið lífið í Úkraínustríðinu. En það getur breyst:
„Bandarískir hermenn þyrftu að blandast í málin í miklu ríkari mæli, ef herra Pútín fær að ná þessum stefnumótandi sigri í Úkraínu og ræðst mögulega eftir það á einn af bandamönnum okkar í Nató.“