„Fjölmiðlarnir hafa logið of miklu á undanförnum árum. Svo núna er kominn tími á, að alvöru fréttarás taki við.“ Þetta segir blaðamaðurinn góði, Tucker Carlson. Hann hefur stofnað sinn eigin fréttamiðil sem heitir Tucker Carlson Network, TCN.
Almennir fjölmiðlar hafa ástundað svo miklar lygar, að þeir hafa meira og minna framið sjálfsmorð. Blaðamaðurinn Tucker Carlson heldur því fram.
Fólk þyrstir í sannleikann
Lygarnar eru svo yfirgengilegar að fólk hungrar eftir alvöru fréttum. Þess vegna er fyrrum Fox stjarnan að hefja störf í eigin fréttamiðli: TCN, Tucker Carlson Network. Tucker Carlson útskýrir í kynningarmynd um stofnun TCN:
„Þeir halda því fram, að þeir sem kveiktu í Wendy’s hafi verið „að mestu friðsælir“. Þeir sögðu munnhlífar virka. Þeir fullyrtu að bóluefnið væri öruggt. Þeir eru að reyna að sannfæra þig um að Rússland hafi sprengt sína eigin gasleiðslu.“
„Fjölmiðlarnir lugu of mikið og það hefur drepið þá.“
Fréttarás Tucker hefur þegar fengið meira en 320. 000 fylgjendur á X.