Byssumorð í Svíþjóð víti til varnaðar í skýrslu Sameinuðu þjóðanna

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um banvænt ofbeldi er tekið fram að um 458.000 manns hafi verið myrt í heiminum á síðasta ári. Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á Svíþjóð sem lýst er sem víti til varnaðar vegna allra glæpatengdra skotárása. Meðal annars segir, að á undanförnum árum „hafi Svíþjóð upplifað meira ofbeldi glæpahópa og dauðsfalla af völdum skotvopna en nokkru sinni fyrr.“

Í alþjóðlegu skýrslunni er bent á, að morðum með skotvopnum hafi fjölgað mikið á undanförnum árum og vísað í rannsókn á 20 löndum í Evrópu en þar skar Svíþjóð sig úr, hvað varðar skotárásir.

„Svíþjóð hefur upplifað áður óþekkt stig ofbeldis glæpagengja og dauðsfalla af völdum skotvopna á undanförnum árum. Það voru 391 skotárásir í Svíþjóð, þar af 63 banvænar árið 2022. Sænska Glæpvarnaráðið (BRÅ) greindi frá því, að Svíþjóð væri með eitt hæsta stig dauðsfalla af völdum skotvopna í rannsókn á yfir 20 Evrópulöndum.“

„Þessi aukning í fjölda morða með skotvopnum tengist glæpaumhverfi í félagslega útsettum svæðum landsins. Um 8 af hverjum 10 morðum í Svíþjóð eiga sér stað í glæpsamlegu umhverfi. Auk þess er umtalsverður hluti allra tilkynntra morða framin af ungum mönnum á aldrinum 20–29 ára.“

Glæpahópar og sala eiturlyfja

Bent er á að fjölgun morða tengist glæpahópum og ólöglegum fíkniefnamörkuðum:

„Í Norður-Evrópu hefur t.d. drápstíðnin, miðað við allar mismunandi drápsaðferðir, lækkað frá árinu 2016 að undanskildum drápum með skotvopnum sem eru á sama stigi. Þetta á hins vegar ekki við um Svíþjóð, þar sem fjöldi morða sem framin eru með skotvopnum hefur þrefaldast frá árinu 2010. Rannsókn sem gerð var á vegum Glæpavarnaráðsins hefur leitt í ljós, að ólöglegur vopnamarkaður hefur orðið auðveldari aðgengilegur og að framboð á vopnum hefur verið tengt ofbeldi innan glæpaumhverfisins.“

Úrelt gögn

Skýrslan byggir á gögnum frá 2021 og 2022. Hinar fjölmörgu banatilræði síðasta árs, sérstaklega á Stokkhólmssvæðinu, eru því ekki tekin með. Í næstu skýrslu mun tölfræðin því koma enn ver út fyrir Svíþjóð. Amir Rostami, prófessor í afbrotafræði, segir við GautaborgarPóstinn:

„Skýrslan þarf að taka á stefnubreytingum. Á sama tíma hefur alþjóðlegur áhugi á þróun mála í Svíþjóð verið nokkuð mikill. Í stuttu máli: það sem gerist í Svíþjóð getur gerst hvar sem er… Svíþjóð er land með öflugar stofnanir og öflugt velferðarríki. Þá viltu draga lærdóm af því sem er að gerast hér, svo sama þróun verði ekki í þínu eigin landi.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa