Þýska Bild segir frá því, það þýskir loftslagsaðgerðarsinnar ráðist á jólatré á opinberum stöðum og eyðileggi þau með því að sprauta rauðri málningu á þau.
Loftslagsaðgerðarsinnar frá hópnum Síðasta kynslóðin úðuðu opinber jólatré með appelsínugulri málningu í Berlín og sex öðrum þýskum borgum í vikunni. Réðust þeir meðal annars á jólatré á Potsdamer Platz og fyrir utan byggingar hins opinbera í þýsku höfuðborginni. Síðasta kynslóðin segist einnig hafa unnið skemmdarverk á jólatrjám í Kiel, Leipzig, München, Nürnberg, Rostock og Oldenburg.
Jólin fá okkur til að gleyma heimsendaspánni
Árásirnar voru samræmdar þannig að þær gerðust allar á sama tíma klukkan 10 að staðartíma. Til að réttlæta aðgerð sína skrifar Síðasta kynslóðin á X:
„Meðal tindrandi ljósa, glitrandi skreytinga og hátíðlegs andrúmslofts er auðvelt að gleyma: Við erum á fullri ferð í átt að hörmungum og ríkisstjórn okkar mistókst að taka í handbremsuna í Dubai.“
Hindruðu sjúkrabíla að komast að sjúkrahúsi með skelfilegum afleiðingum
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn notar jólin til að koma boðskap sínum á framfæri. Í fyrra reyndi hópurinn að taka yfir jólasjónvarpsþátt í beinni en lögreglan hafði afskipti af þeim áður en þeim tókst að framkvæma áætlun sína. Síðasta kynslóðin hefur beitt svipuðum aðferðum og aðrir öfgahópar í loftslagsmálum eins og „Extinction Rebellion“ og „Just Stop Oil“ sem líma sig við þjóðvegi og eyðileggja fræg listaverk á listaverkasöfnum.
Eitt umdeilt atvik var, þegar kona varð heiladauð eftir að sjúkrabíl hennar var tafinn af aðgerðasinnum Síðustu kynslóðarinnar sem lokuðu veginum að sjúkrahúsi í Berlín. Hópurinn var einnig mikið gagnrýndur á síðasta ári fyrir að kasta kartöflumús á málverk Claude Monet „Les Meules.“
Bandarískir „velunnarar“ greiða þýskum aðgerðarsinnum fyrir skemmdarverk
Í fyrra tilkynnti lögreglan, að hún hefði hafið rannsókn á því hvort flokka ætti Síðustu kynslóðina sem glæpasamtök eftir að samtökin gerðu árásir á olíuhreinsunarstöð við þýsku landamærin að Póllandi. Í fyrra upplýsti Welt am Sonntag, að þýskir loftslagsaðgerðarsinnar fái ríflega greitt í peningum frá „velunnurum“ í Bandaríkjunum fyrir að taka þátt í aðgerðunum allt að 1.300 evrur á mánuði.
Sjá má stríð Síðustu kynslóðarinnar við hin hræðilegu jólatré sem eru upplýst og skrauti skeytt á myndskeiðinu hér að neðan.