Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú formlega endurskoðun á X, áður Twitter, til að kanna hvort fyrirtækið hafi brotið ný ritskoðunarlög sambandsins. Reuters greinir frá.
Þetta er í fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærð er framkvæmd á einum helsta samfélagsmiðlinum sem fellur undir hin nýju lög um stafræna þjónustu, DSA, „Digital Markets Act“ sem tóku gildi fyrr á þessu ári.
DSA miðar að því að takmarka tjáningarfrelsi á netinu til að berjast gegn íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sem ESB stimplar sem „hatur“ og „falsupplýsingar.“
Ef X telst hafa brotið lögin gæti fyrirtækið, í eigu Elon Musk, neyðst til að greiða 6% af heimsveltu sinni í sekt. Ábyrgur framkvæmdastjóri ESB, Thierry Breton, hefur áður hótað þessu, ef Musk taki ekki til hendinni og hefti tjáningarfrelsið samkvæmt fyrirmælum sífellt meira einræðisstjórnandi búrókrata í Brussel.
Frumrannsókn gegn X hófst eftir 7. október og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vísaði þá til að „falsupplýsingum“ um árás Hamas á Ísrael væri dreift á X.
Samkvæmt fyrri upplýsingum á Elon Musk að hafa íhugað að einfaldlega loka X innan Evrópusambandsríkjanna til að komast hjá því að uppfylla ritskoðunarkröfur framkvæmdastjórnarinnar. Þessu hefur Musk hins vegar sjálfur neitað.