Samkvæmt bandarísku hugveitunni ISW „Institute for the study of war“ eru Rússland að búa sig undir allsherjar stríð við Nató. Fleiri hersveitir og svæði endurskipuleggja varnarmátt sinn og bætt er við fleiri hermönnum.
Samkvæmt ISW eru Rússar að búa sig undir hugsanlegt „hefðbundið stríð í fullri stærð gegn Nató.“ Umdæmin sem taka þátt í breytingunni eru Vestur-herumdæmið, Leníngrad-hersvæðið og Moskvu-hersvæðið. Spenna ríkir á milli Rússa og Nató vegna stríðins í Úkraínu sem hefur aukist verulega á síðustu tveimur árum.
Samkvæmt eigin yfirlýsingu er ISW hugveita sem vinnur að rannsóknum og greiningum um varnar- og utanríkisstefnu Bandaríkjanna og er ekki rekin í hagnaðarskyni.
Sænski miðillinn Frelsisfréttin ræddi við Jeff Ahl frá flokknum Valkostur fyrir Svíþjóð og spurði hann, hvort taka ætti mark á þessum fullyrðingum ISW. Jeff Ahl, sem áður var þingmaður Svíþjóðardemókrata en fór yfir til Valkosts fyrir Svíþjóð, svaraði:
„Flestar hugveitur eru með sína eigin dagskrá og því þarf að vera mjög gagnrýninn á heimildir, þegar fregnir berast frá þeim. Hafa ber í huga, að Vladimír Pútín sagði að Rússar myndu endurvopnast, meðal annars vegna þess að Finnland gekk í Nató og einnig vegna þess, að Svíþjóð er á leiðinni í Nató. Það sem þeir eru að vopnast gegn er því gegn Nató og engum öðrum.“
Rússar hafa talað opinskátt um að efla hernaðarmátt sinn vegna útþenslu Nató til austurs
Munu Rússar fjárfesta meira í varnarmálum sínum núna vegna aukinnar spennu á milli Nató og Rússlands?
„Rússar hafa ekki farið neitt leynt með það í lengri tíma núna. Að auki hefur stríðið í Úkraínu ekki stuðlað að því að minnka þörfina á endurvopnun af hálfu Rússlands.“
Annað hvort verja menn sig sjálfir eða einhver annar gerir það
Af hverju er ISW að koma með þessar yfirlýsingar, liggur eitthvað að baki því?
„Flest lönd, með nokkrum undantekningum í Evrópu, hafa ófullnægjandi varnargetu. Ef litið er til hinna svo kölluðu stórvelda í Evrópu, eins og Þýskalands og Frakklands, þá hafa þau, miðað við stærð sína, varla neina getu til hefðbundins stríðs gegn jafnfætis andstæðingi. Til lengri tíma litið er þetta ekki haldbært fyrir Evrópu. Annað hvort fjárfesta menn meira í varnarmálum í sínum eigin löndum eða hættan er sú, að bandarískum herstöðvum fjölgar.“
„Annað hvort notast menn við eigin varnir eða einhvers annars. Að sjálfsögðu eru öfl í Bandaríkjunum sem vilja að Evrópa haldi áfram að vera háð Bandaríkjunum og að fleiri bandarískum herstöðvum verði dreift um Evrópu. Skýrsla sem þessi leiðir líklega til umræðu um þessi mál.“