Trjáskemmdarmenn á ferðinni í Lundi, Svíþjóð

Að nóttu annandags jóla voru um hundrað tré söguð sundur í Þekkingarlundinum í Lundi. „Þetta er ekki sú jólagjöf sem ég vildi fá“ segir garðyrkjumaður borgarinnar, Karl-Oscar Seth í viðtali við SVT.

Sydsvenskan sagði fyrst frá skemmdarverkunum á trjánum sem uppgötvaðist á annan dag í jóla. Samkvæmt Karl-Oscar Seth kostar hvert tré á milli 10 – 20 þúsund sænskra króna.

Eyðilögðu trén voru öll tiltölulega nýgróðursett og eru víðs vegar um garðinn. Garðurinn sem er um 21 hektara að stærð, var vígður fyrir rúmu ári síðan. Karl-Oscar Seth segir að það hafi tekið sinn tíma að saga sundur öll trén á svæðinu og hann á erfitt með að skilja hver eða hverjir geta staðið að slíkum skemmdarverkum.

Verður kært til lögreglu

Karl-Oscar Seth segir:

„Ég veit ekki hvort lögregluskýrsla hefur verið gerð, en málið verður kært til lögreglunnar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa