Tilraun til „litaðrar byltingar“ í Serbíu – líkt við Maidan valdaránið í Úkraínu 2014

Swebbtv segir frá því skv. rússneskum heimildum, að vesturlönd standi að baki tilraunar til „litaðrar byltingar“ í Serbíu svipaðri appelsínugulu byltingunni í Kænugarði ár 2014.

Á aðfangadag reyndu mótmælendur frá vestvinveittu stjórnarandstöðunni að hertaka ráðhúsið í Belgrad. AP segir að lögreglan hafi beitt táragasi gegn mótmælendum.

Stjórnarandstaðan sættir sig ekki við niðurstöðu kosninganna

Koma mótmælin í kjölfar sigurs flokks Aleksandear Vucics forseta, SNS (Srpska Napredna Stranka), sem nýlega vann kosningarnar í Serbíu. SNS fékk 46,72% atkvæða sem nægði ekki til eigins meirihluta. Flokkurinn SPN (Srbija protiv nasilja) eða Serbía gegn ofbeldi sem er fylgjandi ESB, fékk 23,56% atkvæða og segir að SNS hafi svindlað í kosningunum. Neitar SPN að samþykkja útkomu kosninganna og krefst þess, að ESB hafni niðurstöðu þeirra líka. Stuðningsmenn SPN stóðu fyrir uppþotinu við ráðhúsið í Belgrad á aðfangadag. Tveir stjórnmálamenn flokksins Srdjan Milivojevic og Vladimir Obradovic reyndu að brjóta upp dyrnar að ráðhúsinu áður en lögreglan kom á vettvang og stuggaði fólkinu frá.

Í fjölmiðlum Vesturlanda er talað um kosningasvindl. En samkvæmt Serbíu og Rússlandi, sem styður Serbíu, þá reyna erlend öfl að koma á „litaðri byltingu“ í landinu.

Tilraun til að grafa undan fullveldi Serbíu

Alexander Vucic, forseti Serbíu.

Samkvæmt Tass er verið að gera tilraun til að grafa undan fullveldi Serbíu. Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, segir við Tass:

„Tilraunir sameinaðra Vesturlanda til að skapa ólgu í landinu með svipuðum aðferðum og í Maidan valdaráninu (í Úkraínu) eru augljósar.“

Rússar eru sagðir hafa varað Serba fyrirfram við valdaránstilrauninni.

Sjá nánar hér.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa