36% færri ólöglegir innflytjendur komu yfir Ermarsund til Bretlands 2023

Fjöldi flóttamanna sem ólöglega yfir Ermasund minnkaði um 36% í fyrra miðað við 2022. Myndin er af flóttamönnum á Miðjarðarhafi en sumum þeirra tekst að komast alla leiðina til Bretlands (mynd ítalska landhelgisgæslan).

Óheftur fjöldainnflutningur fólks er plága sem eyðileggur mörg samfélög á Vesturlöndum. Stjórnmálamenn virðast ekki vilja eða geta ekki tekist á við vandann. Ástandið er svo slæmt að öllum framförum, sama hversu litlar sem þær kunna að vera, er hampað sem miklum árangri jafnvel þótt raunverulegar tölur séu langt í frá að vera sjálfbærar.

Fjöldi farandfólks sem fór ólöglega yfir Ermarsund árið 2023 fækkaði um meira en þriðjung frá 2022. 36% minnkun lítur út fyrir að vera stórkostlegur árangur en hvernig lítur raunveruleikinn á bak við tölurnar út?

Næst hæstu tölur síðan 2018 þrátt fyrir 36% minnkun

Associated Press greinir frá:

„Þær 30.000 yfirferðir sem skráðar voru í bráðabirgðatölum voru 36% færri en rúmlega 45.000 allt árið 2022. En fjöldinn var sá næsthæsti síðan 2018, – um 1.000 yfir heildarfjölda árið 2021.“

„Rishi Sunak, forsætisráðherra, hefur gert „stöðvum bátana“ að forgangsverkefni sínu. Íhaldsríkisstjórn hans hefur beitt ströngum innflytjendalögum til að hefta straum farandfólks sem fara í hættulegar ferðir oft á ósjóhæfum bátum frá Frakklandi til Englands.“

„Flestir þeirra sem komu á enska grund með bátum sóttu um hæli. Ríkisstjórnin á mikið verk eftir að fara yfir þær umsóknir.“

Búist við fleirum yfir Ermarsund í ár

Þessar tölur sýna fyrstu lækkun frá því að skráning hófst, en fulltrúi landamæravarða sem AP talaði við sagði, að veðrið hefði frekar haft áhrif á lækkunina heldur en stefna ríkisstjórnarinnar. Búist er við meiri fjölda fólks yfir Ermarsund á þessu ári.

Reuters greindi frá:

„Árið 2022 varð met þegar 45.775 manns komu á litlum bátum til suðurstrandar Englands eftir að hafa farið hættulega ferð yfir Ermarsundið, sem er ein fjölfarnasta siglingaleið heims.“

8 milljónir punda á hverjum degi í gistikostnað fyrir hælisleitendur

Sunak, forsætisráðherra, reynir að endurvekja umdeilda áætlun um að senda þá sem koma ólöglega til Bretlands til Rúanda á meðan hælisumsóknir þeirra verða afgreiddar. Áður hafði dómstóll hafnað þessari áætlun. Bretland eyðir yfir 3 milljörðum punda á ári í gistikostnað fyrir innflytjendur sem bíða niðurstöðu hælisumsóknar á hótelum og öðrum gististöðum. Kostar það Breta um 8 milljónir punda á dag. Sunak sagði í yfirlýsingu:

„Með því að hreinsa upp hælisleitendur sem liggja á eftir, þá spörum við skattgreiðendum milljónir punda í dýrum hótelkostnaði, drögum úr álagi á opinbera þjónustu og tryggjum að þeir viðkvæmustu fái réttan stuðning. En við getum ekki barið okkur á brjóstið. Ég er því staðráðinn í að standa við skuldbindingar mínar um að stöðva bátana og koma á flugi til Rúanda.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa