Albanir flýta sér til ESB þegar vegabréfsáritanir eru afnumdar

Öngþveiti braust út á flugvellinum í Pristina á nýársdag. Ástæðan var sú, að þá féll vegabréfsáritunarskylda niður fyrir um það bil 1,8 milljónir íbúa Kosovo, sem flestir eru Kosovo-Albanar.

Framkvæmdastjórn ESB lagði þegar til ár 2016, að vegabréfsáritunarskyldan yrði felld niður. Tillagan var síðan undirrituð í apríl 2023 með gildistöku frá og með 1. janúar 2024. Að sögn Kosovo-albanskra miðla myndaðist öngþveiti á flugvellinum í höfuðborginni Pristina á nýársdag, þegar þúsundir Kosovo-Albana fóru þangað til að finna flug til ESB.

Fjöldaflótti?

Afnám vegabréfsáritunarskyldunnar þýðir ekki að Kosovo sé nú aðili að Schengen-samstarfinu. Það þýðir aðeins að íbúum þess er heimilt að heimsækja ESB sem ferðamenn í allt að 90 daga án þess að þurfa fyrst að sækja um vegabréfsáritun. Svipaðar reglur gilda nú þegar fyrir ferðamenn frá löndum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan og einnig fyrir ferðamenn frá flestum löndum Suður-Ameríku. Kosovo hefur ekki áður verið talið geta uppfyllt skilyrði um vegabréfsáritunarlausar ferðir.

Fjölmiðlar í Kosovo-Albaníu árétta, að samkvæmt nýju reglunum hafi sé einungis um rétt að ræða til að heimsækja ESB en ekki setjast þar að til frambúðar. Engu að síður hafa sumir áhyggjur um fjöldaflótta. Óvíst er hvort allir þeir sem núna ferðast til ESB ætli sér að snúa aftur heim. Á samfélagsmiðlum telja sumir Kosovo-Albanar að „tæma“ beri Kosovo af íbúum landsins og að þeir „eigi skilið“ að búa í hinu efnameira ESB.

Umdeild staða

Ástandið flækist enn frekar vegna umdeildrar stöðu Kosovo. Kosovo-albanski meirihluti landsins lýsti héraðinu sem sjálfstæðu frá Serbíu árið 2008. Öll ESB-ríkin hafa þó ekki viðurkennt sjálfstæði Kosovo. Spánn, Slóvakía, Rúmenía og Grikkland telja að Kosovo sé enn hluti af Serbíu. ESB-ríkin fjögur telja, að sjálfstæðisyfirlýsingin frá 2008 brjóti í bága við alþjóðalög.

Jafnvel Úkraína er enn efins um að land sem einkennist af öðrum þjóðernishópi en tilheyrir meirihluta íbúa landsins geti lýst sig sjálfstætt. Líkt og Spánn á Úkraína sjálf í vandræðum með svæði sem hafa reynt að skilja sig frá landinu eins og stríðið gegn Rússlandi vitnar um.

Sjálfstæði Kosovo með stuðningi Nató

Hernaðarlega er sjálfstæði Kosovo frá Serbíu viðhaldið með aðstoð Nató -hermanna. Í reynd hefur Kosovo verið hernumið af hernaðarbandalaginu síðan 1999, þegar Nató greip inn í Kosovo-stríðið eftir ásakanir um ofbeldi Serba á Kosovo-Albönum. Eftir að hernám Nató hófst hafa hundruð þúsunda Serba flúið Kosovo.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa