Hamfarahlýnunin lætur ekki að sér hæða – mínus 40 gráður í Norður-Svíþjóð

Hvað varð um hamfarahlýnunina? Kuldamet eru núna slegin í Norður-Svíþjóð með mínus 40 gráður á Celsius. Kínverjinn Sha Sun útskýrir, að hamfarahlýnun sé að baki nútíma kuldaköstum bæði í Peking og annars staðar: „Hlýnunin leiðir til veikingar á hringrás pólsins á norðurslóðum, sem auðveldar köldu lofti í hvirflinum að færast suður og stuðla að kuldaköstum.“ Norður-Svíþjóð sleppur ekkert frekar en Peking við þessar hlýnunarhamfarir með kuldakasti upp á mínus 40 gráður.

Í Nikkaloukta mældist hitinn mínus 40,5 gráður. Lestarferðir liggja niðri þar til hlýnar. Hitamælirinn var einnig í mínus 40 gráður í gærkvöldi í Karesuando og Kvikkjokk. Þetta eru mesti kuldi tímabilsins hingað til. Ida Dahlström, veðurfræðingur SMHI, segir við Aftonbladet:

„Það er ekki á hverju tímabili sem við komumst í mínus 40.“

SMHI hefur einnig birt tölur fyrir desember og sýna tölurnar, að mánuðurinn var kaldari en venjulega – þriðja árið í röð.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa