Yfirlæknir Flórída líkir Covid-bóluefninu við „antikrist“ – krefst tafarlausrar stöðvunar

Getur utanaðkomandi DNA farið inn í frumur okkar í gegnum mRNA sprauturnar gegn kórónuveirunni og breytt DNA okkar – „sjálfu mannkyns“ – að eilífu? Já, samkvæmt bandaríska yfirlækninum doktor Jósef Ladapo. Þetta kemur fram í „átakanlegu samtali“ við Ladapo, segir blaðamaðurinn Tucker Carlson (sjá myndskeið að neðan).

Í desember stóð valdaelítan og fagnaði á Nóbelshátíðinni hinu svo kallaða Covid bóluefni, þrátt fyrir mikla gagnrýni sem lyfið hefur fengið. Það er meira að segja hægt að lesa í sænskum almennum fjölmiðlum um hvernig sprauturnar hafa drepið unga Svía. Nýlega greindi Aftonbladet frá því að sænska ríkið greiddi einni fjölskyldu 30 þúsund sænskar krónur í skaðabætur fyrir 30 ára gamlan mann sem dó tveimur vikum eftir að hann fékk sprautuna.

Antikristur allra lyfja

Nýlega kallaði Joseph Ladapo, yfirlæknir Flórída og forstjóri lýðheilsunnar, eftir því að hætt yrði við Covid bóluefnið. Ástæðan er sú, að DNA-brot fundust í lyfinu.

DNA þarf ekki endilega að vera hættulegt. En með mRNA „bóluefninu“ verður það öðruvísi. Joseph Ladapo segir: „Þessi bóluefni eru í hreinskilni sagt antikristur allra annarra.“ Hann útskýrir málið í viðtali hjá Tucker Carlson:

„Þetta er í rauninni mjög einfalt. Við vitum öll hvað DNA er. Það eru erfðaeiginleikar okkar. Guðsgjöf okkar. Í þessu tiltekna tilviki, innihalda mRNA bóluefnin DNA eins og mörg önnur bóluefni eða líffræðileg efni og það er ekki mikið mál. DNA er ekki eitthvað stórt loðið skrímsli sem getur lifað eins lengi og það vill. Líkaminn okkar hefur marga aðferðir til að brjóta það niður. En þetta DNA er ekki eins og annað DNA, hvað varðar að komast inn í frumurnar.“

Fer beint inn í frumur líkamans

Þetta DNA festir sig við mRNA og lípíð nanóagnir og fer beint inn í frumur líkamans. Ladapo heldur áfram:

„Þetta DNA loðir við mRNA og tekur sér far beint inn í frumuna. Áður fyrr átti DNA mjög erfitt með að komast inn í frumurnar. Hér er DNA komið inn í frumurnar með hjálp lípíð nanóagnanna. Það er vandamál, vegna þess að hver skammtur af Covid-19 bóluefninu inniheldur nokkurn veginn 1 – 100 milljarða DNA brota. Þetta er því allt önnur áhættugreining. Það er augljóst.“

Hneykslaður á að engar rannsóknir voru gerðar

Það verður að sýna fram á með rannsóknum, að DNA sem er aðskotaefni eða framandi DNA, fari ekki inn í DNA mannsins, erfðamengi mannsins. Það eru rannsóknir til staðar til að sýna það, segir Ladapo. Flórída ríkið spurði því Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hvort slíkar rannsóknir hefðu verið gerðar. Að sögn Ladapo var svarið þvælukennd langloka. Engum beinum spurningum var svarað. Joseph Ladapo, yfirlæknir Flórída og yfirmaður lýðheilsunnar dregur þá ályktun, að engar slíkar rannsóknir hafi farið fram. Hann er mjög hneykslaður á þeirri ósvífni sem kemur fram gagnvart heilögu erfðageni mannsins í framleiðslu mRNA „bóluefnanna.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa