Hleðslustöðvarnar breyttust í rafbílakirkjugarða í Chicago

Rafbílaeigendur á Chicago-svæðinu hafa ekki getað hlaðið rafbílana sína í nístandi kuldanum og neyddust til að skilja eftir líflausa rafbíla í hrönnum við almennar hleðslustöðvar. Að kaupa dýrt umhverfistákn hefur greinilega ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Fox Chicago greindi frá því á mánudag, að hleðslustöðvarnar hafi breyst í rafbílakirkjugarða undanfarna tvo daga, þegar hitastigið í Chicago og úthverfum borgarinnar lækkaði niður fyrir frostmarkið. Einn maður, Tyler Beard hafði reynt að hlaða Tesluna sína á Oak Brook Tesla hleðslustöðinni síðan síðdegis á sunnudag. „Ekkert. Enginn hleðsla. Enn á núll prósent.“

En Beard var aðeins einn af tugum Tesla-eigenda sem reyndu en tókst ekki að hlaða rafbílana sína á Oak Brook hleðslustöðinni. Fox 32 (sjá myndband neðar á síðunni) greindi frá því, að langar raðir yfirgefinna rafbíla væri kringum hleðslustöðvar víða á Chicago-svæðinu. Chalis Mizelle sagði, að hún hefði neyðst til að skilja bílinn sinn eftir og fá far með vini sínum. Hún sagði:

„Þetta er brjálæði – þetta er hörmulegt – í alvöru“

Einn maður sagði um hörmungarnar á Oak Brook hleðslustöðinni og annars staðar í borginni: „Það er fullt af dauðum vélum hérna úti um allt.“

Kevin Sumrak sagði Fox 32 frá því, að hann lenti sunnudagskvöld á alþjóðaflugvellinum Chicago O’Hare og fann Tesluna sína dauða. Hann neyddist til að leigja dráttarbíl fyrir rafbílinn og fara að leita að hleðslustöð sem virkaði. Tesla neitaði að tjá sig um ástandið, þrátt fyrir margar beiðnir fjölmiðla.

Fólk sem er á hefðbundnum bensínknúnum farartækjum lendir ekki í þessu. Nokkrir bílasérfræðingar útskýrðu hvernig rafbílageymar týna aflinu í köldu veðri. Ekki er heldur hægt að hlaða rafgeyminn nema að hann haldi lágmarkshita. Kuldinn hefur drepið rafbílana og breytt hleðslustöðvunum í rafbílakirkjugarða í Chigaco. Bílaeigendurnir tóku það ekki með í reikninginn, þegar þeir keyptu rafbílana.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa