Byltingarandi stjórnarskrárinnar svífur yfir vötnunum – Donald Trump mun enda djúpríkið

Donald Trump byrjaði mjög vel í forsetakosningunum með metsigri í fyrstu forkosningu um tilnefningu til forsetaframbjóðenda repúblikanaflokksins. Stuttu síðar tilkynnti forsetaframbjóðandinn Vivek Ramaswamy að hann hætti kosningabaráttu sinni og gengur þess í stað til liðs við Trump. Hann hvetur aðra forsetaframbjóðendur til að gera það sama: Að fylkja sér kringum Donald Trump til að binda endi á djúpríkið. Heyra má ræðu Ramaswamy á myndskeiði hér að neðan.

Fyrir utan að styðja Trump er Vivek þekktur fyrir að vekja athygli á umdeildum málum eins og íbúskiptunum og hinni gríðarlegu valdníðslu sem viðgengst hjá því opinbera í Bandaríkjunum.

Við erum í stríði

Í gærkvöldi komu þeir báðir fram saman, Trump og Vivek, sem nánir bandamenn í kosningabaráttunni. Mannfjöldinn fagnaði þeim á fundi í Atkinson, New Hampshire. Vivek hélt eldheita ræðu sem allir ættu að hlýða á og íhuga. Hann sagði:

„Við erum í miðju stríði hér á landi. Það er ekki stríð milli svartra og hvítra. Það er ekki á milli demókrata og repúblikana. Það er á milli „djúpríkisins“ og hins almenna borgara. Milli okkar sem elskum Bandaríkin og minnihlutahóps á jaðrinum sem hatar þetta land og það sem við stöndum fyrir. Núna þurfum við herforingja sem getur leitt okkur til sigurs í þessu stríði.“

Vivek beindi athyglinni að Donald Trump sem stóð við hlið hans:

„Okkur vantar einhvern sem ekki er búið að kaupa! Frumkvöðul, ekki stjórnmálamann! Hafið þið heyrt það áður?“

Hlýða má á bæði Donald Trump og hina tilfinningaríku ræðu Viveks á myndskeiðunum hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa