Þýskaland, Frakkland, Rúmenía, Pólland, Litháen…alls staðar rísa bændur upp gegn dauðahönd „grænu“ stefnunnar

Það ríkir uppreisnarástand á meginlandi Evrópu, sem er þjökuð af heimatilbúnum vandamálum. Kexruglaður, fjandsamlegur glóbalismi ESB hefur ýtt undir hömlulausa fólksflutninga, atvinnuleysi, efnahagslega stöðnun, LGBTQ-brjálæði og að sjálfsögðu allar þessar lamandi „grænu“ reglugerðir heimsendaspámanna.

Engin önnur atvinnugrein hefur orðið fyrir meiri áhrifum af græna ofstækinu en landbúnaðurinn en hamfarahlýnunarsinnar telja landbúnaðinn og sjávarútveginn „ógna umhverfinu.“ Evrópskir bændur rísa upp og segja einum rómi, að græna stefnan og skattarnir séu að loka þá inni í gjaldþrotamyrkri sem lið í „framleiðslu hungursneyðar.“

Mótmæli hafa því sprottið upp um alla Evrópu og bændur krefjast lækkunar skatta á dísil og varðveitta styrki ásamt vernd gegn ódýru korni erlendis frá fyrir ESB-kosningarnar í júní n.k. Staðbundnar kröfur eru misjafnar en eiga það allar sameiginlegt að gagnrýna harðlega grænu stefnuna sem vill leggja niður landbúnaðinn með ríkisupptöku jarða og bændabýla eins og í Hollandi og fjöldaslátrun nautgripa á altari loftslagsguðsins í mörgum löndum. Engir ríkisstyrkir bæta fyrir slíkar árásir.

Rúmenía

Euronews segir frá:

„Í Rúmeníu hafa bændur og flutningabílstjórar lokaða aðalvegum með dráttarvélum sínum og vörubílum í eina og hálfa viku núna. Þeir krefjast lægri skatta og sanngjarnari niðurgreiðslna. Hingað til hafa viðræður við stjórnvöld mistekist og þeir halda því mótmælunum áfram. Þeir eru líka reiðir yfir vaxandi tryggingakostnaði fyrir þungar vélar.“

Þýskaland

Þýskir bændur hafa verið á götum úti síðan í desember. Umhverfisverndarsinnar standa með bændum. Bændur segjast styðja umhverfisvænan erfðabreyttan búskap en til þess þurfi þeir fjárstyrki eða að minnsta kosti sanngjarnt verð fyrir afurðir sínar.

Frakkland

„Í Frakklandi neyddu fjöldamótmæli ríkisstjórnina til að taka fyrir málefni bænda. Áður hétu bændur því að loka sumum hraðbrautum þar til forsætisráðherrann Attal hlustaði á kröfur þeirra. Bændasamtökin FNSEA hafa tilkynnt, að þau ákveði fljótlega, hvort þau kalli eftir aðgerðum á landsvísu…[…] Bændurnir segja að stefna yfirvalda varðandi hin vistvænu umskipti geri innlenda framleiðendur ósamkeppnishæfa. Ekki aðeins verður bændastarfið óarðbært, heldur muni Frakkar neyðast til að kaupa matvörur frá útlöndum með lélegri eða enga umhverfisstefnu.“

Pólland

Sum lönd eiga við sín sérstöku vandamál að stríða eins og Pólland en alþjóðarisar hafa búið svo um hnútana, að ódýrt, ófullnægjandi úkraínskt korn geti flætt yfir markaðinn og flæmt pólska bændur frá búskap sínum.

AFP  greinir frá:

Bændur hófu mótmæli með dráttarvélum og landbúnaðarvélum á yfir 160 vegum og hindruðu eða hægðu á umferð, flautuðu og veifuðu pólskum fánum. Adrian Wawrzyniak, talsmaður Sambands landbúnaðarsamtaka, segir við AFP:

„Við erum á móti stjórnlausum innflutningi á landbúnaðarvörum frá Úkraínu.“

„Pólski forsætisráðherrann Donald Tusk sagði á miðvikudag að hann myndi stefna að því að „skrifa undir samning“ við Úkraínu um eftirlit með flutningi og útflutningi á vörum, […] „svo að pólski markaðurinn, pólskir landbúnaðarframleiðendur, pólskum bændum sé ekki ógnað af stjórnlausu innstreymi af landbúnaðarvörum frá Úkraínu.“

Litháen

Litháískir bændur eru með fjögurra daga mótmælum í höfuðborginni Vilnius. Sérstök vandamál þeirra eru hið lága verð á afurðum þeirra ásamt misheppnuðum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem lendir á landbúnaðinum í Litháen í staðinn.

Sputnik sagði frá:

„Mótmælendur koma með landbúnaðarvélar og eru með útifund fyrir utan stjórnarráðið í Vilnius, sagði skipuleggjandi mótmælanna frá landbúnaðarráði bænda. Borgarstjórn Vilniusar hefur gefið út leyfi fyrir allt að 850 dráttarvélum og öðrum landbúnaðarvélum. Sama sagan hér, refsiaðgerðir gegn Rússlandi slá hart gegn Litháen og hefur valdið aukinni verðbólgu og minnkandi hagvexti.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa