Justin Trudeau rekur út úr sér tunguna í gervi Aladdin í hinni alræmdu veislu „Arabískar nætur“ árið 2001.
Tucker Carlson hæddi Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, með því að gefa í skyn að hann gæti verið sonur fyrrverandi einræðisherra Kúbu, Fidels Castro. Áður en Tucker Carlsson fór til Calgary, Alberta í Kanada, þá hringdi hann í fulltrúa forsætisráðherra Kanada og tilkynnti fyrirætlanir sínar um að „frelsa Kanada.“
Atvikið var kvikmyndað og sýnir Carlson skilja eftir raddskilaboð og segja:
„Já, hæ, ég skildi ekki franska hlutann, en þerra er Tucker Carlson sem hringir frá Bandaríkjunum og ég væri þakklátur ef þú skilaðir eftirfarandi skilaboðum til forsætisráðherrans Justin Trudeau: Við erum að koma til frelsa Kanada. Við erum að koma til að frelsa Kanada og við munum verða þar fljótlega. Merci.”
Í vikunni hélt Carlson ræðu í Calgary og hélt ekkert aftur af sér í ráðum og ummælum til kanadíska einræðisherrans. Vakti það mikla hrifningu viðstaddra:
„Hann mun hrynja undir þyngd eigins fáránleika og snúa aftur til Kúbu…“ Þessi yfirlýsing uppskar hlátur viðstaddra. Carlson fylgdi á eftir með athugasemdinni: „Ég veit ekki hvort það er satt eða ekki en það er bara svo frábært að það verður að athuga það.“
„Ef ég hitti hann einhvern tímann, þá mun ég umsvifalaust krefjast „23andMe“ sagði Carlson með vísun til vinsælla DNA prófunarþjónustu.
Ábendingin um að Trudeau tengist Kúbu er væntanlega tilvísun í sögulegt samband Trudeau-fjölskyldunnar og fyrrverandi einræðisherra Kúbu, Fidel Castro, sem breytti Kúbu í eins flokks sósíalískt ríki undir stjórn Kommúnistaflokksins.
Samkvæmt „sögusögnum“ gæti Trudeau verið sonur fyrrverandi leiðtoga Kúbu, Fidels Castro. Þeir eru glettilega líkis og foreldrar Trudeau, Pierre og Margaret Trudeau, áttu vinsamlegt samband við Castro. Síðar sagði Carlson:
„Hinn hrollvekjandi forsætisráðherra ykkar getur klætt sig í búninga annarra menningarheima en hann skilur þá ekki.“