Eldri ljósmynd af Joe Biden með dóttur sinni Ashley Biden sem ásakar föður sinn um kynferðislegar sturtuferðir þegar hún var barn.
Ashley Biden, yngsta dóttir Joe Biden, átti við fíkniefna- og áfengisvanda að etja og var til meðferðar á endurhæfingarstofnun Palm Beach. Hún faldi dagbók sína (sjá pdf að neðan) undir dýnu og gleymdi að taka hana með sér þegar hún fór. Hún hringdi til baka og bað stofnunina um að senda bókina til sín. En í staðinn seldu tveir einstaklingar dagbókina til James O’Keefe hjá „Verkefni sannleikans“ (sjá X að neðan) sem upplýsti um málið. Núna birti netmiðillinn „Þjóðskjölin“ (National File) dagbókina og álagið varð svo mikið að vefsíðan hrundi.
Í færslu í janúar 2019 rifjaði Ashley Biden upp hvernig hún var vön að fara í sturtu með föður sínum, Joe Biden, og gaf í skyn að það gæti hafa stuðlað að kynlífsfíkn hennar.
Sturtuferðirnar með pabba sennilega ekki viðeigandi
Dagbókin lýsir hvernig Ashley og faðir hennar Joe Biden voru saman í óviðeigandi sturtum, þegar hún var á barnsaldri. Ashley skrifar í færslu í janúar 2019, samkvæmt Daily Mail:
„Ég hef alltaf verið óð í stráka. Kynlífsfíkill á unga aldri … Ég man að ég var að einhverju leyti kynferðislega með [fjölskyldumeðlimi]; Ég man eftir að hafa stundað kynlíf með vinum á unga aldri; farið í sturtu með pabba mínum (sennilega ekki viðeigandi).“
Biden sendi FBI til að handtaka uppljóstrarann
Svar Biden við uppljóstrun James O’Keefe var að senda FBI að næturlagi til að handtaka O’Keefe. Hann var síðan hrakinn frá „Verkefni sannleikans“ en hefur haldið áfram uppljóstrunum á nýjum miðli O’Keefe Media Group.
Joel Pollak, ritstjóri Breitbart News, heldur því fram að Verkefni sannleikans „Project Veritas“ sé verndað samkvæmt stjórnarskránni. Hann skrifar:
„Fyrsta viðbót stjórnarskrárinnar tryggir lagalegan rétt fréttamiðla að birta efni sem kann að hafa verið aflað á ólöglegan hátt. Það er ekki hægt að lögsækja fréttastofur fyrir að birta efni svo framarlega sem þær hafi ekki tekið þátt í ólögmætu ferli við að afla þeirra.“
„Lykilatriðið í rannsókninni getur reynst vera hvort Verkefni sannleikans hafi átt þátt í stuldi dagbókarinnar eða einfaldlega fengið dagbókina senda óháð því, hvort hennar var aflað með ólögmætum hætti.“
Hér að neðan má sjá pdf með myndum af síðum dagbókarinnar og þar fyrir neðan uppljóstrun Verkefnis sannleikans um dagbókina og staðfestingu á að bókin er ekta: