Nató: Við undirbúum stríð gegn Rússlandi

Aðmíráll Rob Bauer á blaðamannafundi Nató (skjáskot X).

Eftir misheppnaða stríðið gegn Rússlandi í Úkraínu, þá safnar Nató liði og undirbýr sig núna undir frekari átök við Rússland á næstu 20 árum samkvæmt þeirra eigin yfirlýsingum. Friðurinn er ekki lengur sjálfgefinn heldur verða allir að vera undirbúnir fyrir hugsanlegt stríð við Rússland.

Rob Bauer, formaður hermálanefndar NATO, varaði við stríði við Rússa á næstu 20 árum á blaðamannafundi í janúar (sjá myndskeið að neðan).

Allt samfélagið verður að vera með – stríðið er ekki bara verkefni hersins

Hann fékk fyrirspurn frá Deutsche Welle (sjá myndskeið að neðan) um stríðshysteríuna sem m.a. stjórnmálamenn í Svíþjóð kynda undir. Samkvæmt Rob Bauer neyðist „allt samfélagið“ inn í hugsanlegt komandi stríð sem er sami boðskapur og yfirvöld Svíþjóðar hræða sænsk börn með um þessar mundir.

Margt hefur gerst innan Nató. Það dugar hins vegar ekki. Allt samfélagið verður að vera undirbúið fyrir komandi stríð. Bauer sagði á blaðamannafundinum:

„Umræðan er miklu víðtækari. Iðnaðurinn og einnig fólkið verður að skilja, að það hefur hlutverki að gegna. Þau eru hluti af lausninni. Samfélagið er hluti af lausninni. Iðnaðurinn, einkageirinn. Stríð er ekki bara verkefni hersins“.

Fólk verður að undirbúa sig svo það geti lifað af fyrstu 36 klukkustundirnar

Rob Bauer bendir á, að fólk verði að undirbúa sig, svo það geti „lifað af fyrstu 36 klukkustundirnar.“ Bauer segir:

„Skilningur er á því, að ekki er hægt að skipuleggja allt, að allt verði í fínasta lagi á næstu 20 árum. Ég er ekki að segja að hlutirnir fari úrskeiðis á morgun en við verðum að gera okkur grein fyrir því, að það er ekki sjálfgefið að friður ríki og þess vegna höfum við áætlanir. Þess vegna erum við að búa okkur undir átök við Rússa og hryðjuverkahópana, ef svo ber undir.“

Nató heldur því einnig fram, að það „sækist ekki eftir neinum átökum.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa