Áætlun ESB: Eyðileggja efnahag Ungverjalands ef landið stöðvar fjárgreiðslur til Úkraínu

ESB hefur áætlun um efnahagslega árás á Ungverjaland ef Viktor Orbán forsætisráðherra landsins hætti ekki að þrjóskast við vilja Brussel-hirðarinnar (mynd © fidesz.hu).

Valdaelítan í ESB er orðin svo örvæntingarfull, að hún ætlar að eyðileggja efnahag Ungverjalands, ef landið heldur áfram að loka fyrir peningagreiðslur til stríðsreksturs Úkraínu, segir í frétt Financial Times.

Financial Times upplýsir um þá áætlun ESB að „skaða efnahag Ungverjalands“ ef landið stöðvar frekari greiðslu ESB til umboðsstríðsins í Úkraínu. ESB vill senda aðra 50 milljarða evra til Úkraínu sem Ungverjar eru mótfallnir. Financial Times skrifar að áætlun Evrópusambandsins sé „veruleg stigmögnun í átökum við Ungverjaland.“

Áætlunina er að finna í skjali sem Financial Times hefur séð, eru efnahagslegir veikleikar Ungverjalands greindir ásamt gjaldmiðli landsins og tiltrú fjárfesta á landinu. Lögbundnum greiðslum ESB til Ungverjalands yrði hætt og „atvinna og hagvöxtur“ myndi skaðast.

Samkvæmt gögnunum er talið að:

„Slík efnahagsárás myndi fljótt koma af stað hækkunum á fjármagnskostnaði opinberra skulda og gjaldfellingu gjaldmiðilsins.“

Að sögn þriggja fulltrúa ESB styðja mörg aðildarríki sambandsins þessa fyrirhuguðu árás á Ungverjaland. Einn þeirra segir við Financial Times:

„Andrúmsloftið er orðið harðara.“

Evrópuþingmaðurinn Marcel de Graaff skrifar á X (að neðan):

„Ókjörið Evrópusamband er í stríði gegn Ungverjalandi. Þeir vilja að Ungverjaland fylgi fávitastefnu Brussel, annars ætla þeir að reyna að eyðileggja ungverska hagkerfið. Ástand Evrópusambandsins er einræði!“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa