Ástandið á Íslandi er eins og aðalæfing fyrir frumsýningu á sjálfsmorði

Ástralía er hinum megin á hnettinum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Íslendingar fari þangað og lifi þar. Þannig var það með athafnamanninn, húsasmíðameistarann Konráð Pálmason sem fluttist 1986 frá Íslandi, þegar verðbólgan var komin yfir 100% og peningarnir fuðruðu upp í veskinu. Konráð hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni og tekið þátt í stjórnmálum og félagsstarfi alla ævi. Honum er brugðið yfir ástandinu á Íslandi, sér í lagi í málum innflytjenda. Ástandið er eins og „aðalæfing fyrir frumsýningu á sjálfsmorði“ segir hann.

Konni hafði frá miklu að segja, svo miklu að allt komst ekki með í upptökunni fyrir viðtalsþáttinn. Hann byrjaði á því að lýsa ýmsu sem Íslendingar eru ekki vanir við í heimsálfu kengúranna. Hver hefði til dæmis trúað því að útflutningur kameldýra er mikill frá Ástralíu til Saudi-Arabíu? Kamelkjöt og jafnvel krókódílar lenda á matardiskum landsmanna. Þjóðhátíðardagur Ástralíu var fyrir helgi og hásumar ríkir. Því til staðfestingar sendi Konráð mynd af hitamælinum sem sýnir 39 stig á Celsíus. Meðalárshitinn er um 26 stig á Celsíus á þessum slóðum.


Þriggja daga bílferð til að „skreppa í kaffi“

Konráð sagði að erfitt væri að átta sig á stærð Ástralíu fyrir þá, sem hafa aldrei komið þangað. Til dæmis tæki það um 5 klukkutíma að fljúga á frá austurströndinni yfir á vesturströndina og farið væri um þrjú mismunandi tímabil. Þess vegna gæti það komið þannig út, þegar einhver væri að biðja hann um að „skreppa með jólapakka“ til vinar, að verið væri að biðja hann að fara sömu vegalengd og frá Reykjavík til Moskvu með pakkann. Hann lýsti því þegar þau hjónin skruppu í kaffi til vinahjóna, þá tók bílferðin 3 sólarhringa aðra leið. Hann nefndi fjölda dæma auk kameldýranna, t.d. eru engir apar í frumskógum Ástralíu. Á kaldhæðnislegan hátt með skírskotun til ósjálfbærra og getulítilla stjórnmálamanna sem virðast einkenna stjórnmálastéttina um þessar mundir, þá er nærtækast að álykta, að aparnir eða að minnsta kosti nærskyldir afkomendur þeirra hafa flúið skóginn og farið inn á þing.

Var formaður Íslendingafélagsins í áratug

Konráð er virkur í málefnum Íslendinga og var formaður Íslendingafélags Ástralíu í áratug. Segir hann frá forláta áströlskum tréhatti sem félagið gaf Vigdísi forseta. Því miður komst Vigdís ekki sjálf til að sækja hattinn vegna öryggismála í heiminum en nýbúið var að gera árásina á turnana tvo í New York. Það var því ræðismaður Íslands í Ástralíu sem tók á móti gjöfinni fyrir Íslands hönd. Fréttir bárust af því, að Vigdís hefði falið einhverju safni varðveislu gjafarinnar og langar Konráði að fá nánari fréttir um afdrif hattarins. Frægasti smiður Ástralíu smíðaði hattinn úr eðaltré sem hann valdi og felldi fyrir gjöfina.

Ísland ætti að taka upp stefnu Ástralíu í innflytjendamálum

Konráð lýsti því hvernig það var að fá leyfi til að búsetja sig í Ástralíu en innflytjendakerfið dregur mið af þörfum álfunnar hverju sinni. Ef það vantar húsasmiði, þá fá slíkir fleiri stig en aðrir sem ryður brautina upp að þeim fjölda stiga sem þarf til að komast inn sem innflytjandi í landið. Yfirvöld uppfæra listann tvisvar á ári.

Honum er brugðið vegna gyðingahaturs sem komið er í ljós á Íslandi og segir að stöðva beri tafarlaust frekari fólksinnflutning á meðan verið er að koma málefnum landsmanna í lag eftir þessa flóttamannainnrás í boði ríkisstjórnarinnar. Hann segir litla mannúð sýnda fólki sem verið er að flytja til Íslands, hvað þá Íslendingum sjálfum sem þurfa á læknisþjónustu og húsnæði að halda, að taka á móti fólki, fæða og klæða í lengri tíma þar til það fær vitneskju um það, að Ísland taki ekki á móti þeim!

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á viðtalið:

Konni með hluta af jarðaberjauppskeru dagsins. Berin eru mun stærri en þau sem vaxa á norðlægari slóðum t.d. Svíþjóð.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa