Klukkan 23:00 á laugardagskvöldið kom til skotárásar á Grimmered-svæðinu í Gautaborg. Lögreglan fann tvo menn alvarlega særða sem fluttir voru á sjúkrahús en létust síðar um nóttina.
Fórnarlömbin eru tveir karlmenn á aldrinum 25-30 ára. Einn mannanna var góðkunningi lögreglunni og hafði verið dæmdur nokkrum sinnum.
Lögreglan vildi ekki að svo stöddu tengja skotárásina við innflytjendaglæpi í borginni á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sífellt hefur orðið algengara í skotárásum upp á síðkastið, að morðinginn eða morðingjarnir hafi drepið fólk í misgripum fyrir þann eða þá sem átti að drepa. Lögreglan útilokar heldur ekki að skotárásin tengist átökum glæpahópanna og skoðar möguleg tengsl við fyrri skotárásir og sprengingar í borginni.
Óljóst hvort um einn eða fleiri árásarmenn hafi verið að ræða. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en engir handteknir. Lögreglan lagði hald á bíl sem talist er að tengist árásinni.