„Loftslagskreppan er svindl og trúarbrögð sem kostar fleiri mannslíf en sjálfar loftslagsbreytingarnar.“ Orðin eru Vivek Ramaswamys, fyrrverandi frambjóðanda í tilnefningu Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna.
Þegar Vivek Ramaswamy bauð sig fram sem forsetaefni repúblikana í fyrra, þá sagði hann það hreint út, að hin svokallaða loftslagskreppa væri svindl.
Stefnan gegn koltvísýringi er eins og blautt teppi yfir efnahagskerfinu
Ramaswamy sagði í umræðuþætti (sjá YouTube að neðan):
„Verum heiðarleg sem repúblikanar. Ég er sá eini á þessu sviði sem er ekki keyptur, svo ég get sagt þetta: Loftslagsbreytingaáætlunin er blekking og við þurfum að losa okkur við hana. Raunveruleikinn er sá, að stefnan gegn koltvísýringi er eins og blautt teppi yfir efnahagskerfinu okkar. Í raun og veru þá deyja fleiri vegna slæmrar loftslagsstefnu en loftslagsbreytinga.“
Glötum lífsháttum ef við tilbiðjum nýja loftslagsguðinn
Vivek Ramaswamy hefur sagt þetta mörgum sinnum. Hann heldur því einnig fram, að loftslagsmálin séu nútímaleg „trúarbrögð“ sem hafi ekkert með loftslagið að gera. Ramaswamy segir að Bandaríkin eigi að yfirgefa Parísarsamkomulagið:
„Ef þú hélst að Covid væri slæmt, þá er það sem fylgir þessari loftslagsáætlun verulega miklu verra. Við megum ekki lúta undir þessa nýju trú. Því um það snýst málið. Við erum að berja okkur sjálf og glötum nútíma lífsháttum okkar, þegar við föllum á kné fyrir framan þennan nýja loftslagsguð.“