Mikill eldur og sprengingar í Líseberg í Gautaborg

Vatnsrennibraut í vatnaheiminum „Oceana“ í Liseberg tívolí í Gautaborg varð alelda mánudagsmorgun. Heyrðust og sáust sprengingar í byggingum skemmtigarðsins eins og sjá má á myndböndum sem gengið hafa um samfélagsmiðla að neðan. Lögreglan rannsakar brunann sem vinnustaðaslys. Þrettán manns hafa slasast lítillega.

Um ellefuleytið í morgun sendu yfirvöld út mikilvæg skilaboð til almennings í miðborg Gautaborgar um mikinn eld sem kom upp í Oceana vatnagarðinum. Sagði í skilaboðunum að „mikill reykur veldur því að allir á svæðinu eru hvattir til að vera innandyra og loka hurðum, gluggum og loftræstingu.“ Hlutar af rennibrautinni sem kviknaði í sprungu síðan sem nokkur vitni náðu að festa á myndband. Vitni að sprengingunni segir við SVT: „Við þurftum að yfirgefa allt og hlaupa út hinum megin.“

Lögreglan tilkynnir að girðingar séu í kringum Oceana vatnagarðinn, bæði fyrir ökumenn og gangandi vegfarendur. Búið er að rýma byggingar sem liggja að lóðinni. Lögreglan biður almenning um að fara ekki á vettvang, bæði vegna reyks og einnig til að slökkvistörf geti farið fram á skilvirkan hátt.

Vantagarðurinn Oceana var í byggingu og stóð til að opna hann fyrir almenning núna í sumar. Er um gríðarlega fjárfestingu Liseberg að ræða sem núna er horfin upp í reyk. Hér að neðan er vinnuteikning af fyrirhuguðum ævintýralegum vatnagarði. Þar fyrir neðan eru myndskeið af brunanum og einnig má fara inn á heimasíðu SVT hér.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa