Biden hafður að háði út um allan heim – „Ég heiti Joe Kennedy!“

Grínistar víða um heim hæðast óspart að hinum elliæra forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Á Ítalíu hlæja þeir dátt að óförum forsetans við að finna og komast í ræðupúltið.

Á einu myndbandi eftir að hann hefur gengið fram og til baka og finnur að lokum ræðupúltið, þá talar hann óskiljanlega dellu og syngur „Over the garage“ í staðinn fyrir „Over the rainbow.“ Að lokum tekur hann upp svörtu töskuna og ýtir á kjarnorkusprengjutakkann.

Á öðru myndbandi dettur hann oftar en einu sinni á leiðinni í púltið en er reistur upp og leiðbeint af öryggisvörðum. Hann spyr ræðupúltið hvað það heiti og kynnir sjálfan sig: „Ég heiti Joe Kennedy!“ Öryggisfóstrurnar leiðrétta hann og hvísla „Biden.“ En hann nær því ekki og endurtekur „Ég heiti Joe Kennedy!“

Bandaríkin eru orðin að aðhlátursefni út um allan heim.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa