Hvað þarf til að koma á friði í Úkraínu? Kröfur Vladimír Pútíns frá 2022 hafa núna verið birtar af fjölmiðlum. Eru þær sanngjarnar? Eða staðfesta þær myndina sem leiðtogar Vesturlanda hafa dregið upp, að Pútín og Rússlandi ætli sér að ráðast á og hertaka alla Evrópu?
Þann 24. febrúar 2024 hafði stríðið í Úkraínu staðið yfir í tvö ár. Afstaða úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bandamanna þeirra hefur verið sú, að engar friðarviðræður komi til greina á meðan rússneskir hermenn eru í Úkraínu. Sú mynd sem oftast er dregin upp er sú, að markmið Rússa sé að taka yfir Úkraínu og ráðast síðan á önnur lönd í Evrópu. The Wall Street Journal hefur birt friðartillögurnar sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti setti fram árið 2022.
Úkraína verði hlutlaust ríki
Gert er ráð fyrir, að Krímskaginn verði áfram undir stjórn Rússa. Rússneska tungumálið verði notað sem opinbert mál við hlið úkraínska málsins. Úkraína verði hlutlaust ríki og engir erlendir hermenn né erlend vopn mega vera í landinu.
Úkraínu verður ekki heimilt að ganga í hernaðarbandalagið Nató. Hins vegar eru engin vandamál, þótt Úkraína gangi í ESB. Löndin sem myndu tryggja að samningurinn stæðist yrðu Bandaríkin, Bretland, Kína, Frakkland og Rússland.
Opinn fyrir samningaviðræðum um Donetsk og Luhansk
Svæðin í austurhluta Úkraínu, Donbass, sem samanstanda af aðskilnaðarlýðveldunum Donetsk og Luhansk, voru með í friðartillögunum. Bendir það til þess, að Pútín hafi ætlað að ræða sérstaklega við Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, og ná samningum um þau mál í viðræðunum, þegar þeir ætluðu að hittast árið 2022.
En það varð aldrei neinn fundur á milli Pútíns og Zelenskíjs. Hvattir af Vesturlöndum hættu Úkraínumenn við að gera friðarsamkomulag sem fól í sér tilslakanir við Rússa. Hvernig rússneskar friðartillögur muni líta út í dag á eftir að koma í ljós.
Aftonbladet hyllti Hitler og „frelsisstríð“ nasismans í Evrópu
Tónninn í dag er ekki ósvipaður og þegar Hitler hóf árásarstríð sitt í seinni heimsstyrjöldinni. Aftonbladet varð málgagn sænskra jafnaðarmanna með yfirtöku sænsku verkalýðshreyfingarinnar 1956. Í leiðara blaðsins þann 22. júní 1941, þegar Þýskaland hóf hernaðaraðgerð Barbarossa, segir að „frelsisstríð Evrópu“ sé hafið. Í dag er okkur sagt að Úkraína sé að berjast fyrir „frelsi Vesturlanda.“