Stjórnmálaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland – „Alternative für Deutschland“ – AfD, eykur fylgi sitt í skoðanakönnunum samtímis og andstæðingar flokksins reyna að banna flokkinn.
Samkvæmt nýjustu könnun Insa/Bild er AfD núna með 22,5% fylgi kjósenda á landsvísu. Það er hæsta útkoma sem flokkurinn hefur fengið í könnun Insa hingað til.
Könnunin var gerð eftir að AfD fékk góð kosningaúrslit í fylkiskosningunum í Bæjaralandi og Hessen en þar hafði flokkurinn ekki haft svo mikið fylgi áður.
Leiðtogar hinna flokkanna undirbúa tilraun til að banna þennan nýja flokk, sem kjósendur gömlu flokkanna fylkjast til. Má bera þessa þróun við þróunina í Svíþjóð og Svíþjóðardemókrata.
Olaf Scholz kanslari, frá sósíaldemókrataflokknum SPD, tjáði sig um vöst AfD í heimsókn nýlega til Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Scholz segir að það verði að „verja lýðræðið“ gegn nýju flokksvali kjósenda. Hér að neðan má sjá fylgi flokkanna eins og það mælist í augnablikinu: