76% Þjóðverja vilja takmara fjölda innflytjenda

Munurinn á afstöðu almennings og stjórnmálamanna til hins hömlulausa fjöldainnflutnings verður sífellt stærri. Nýleg skoðanakönnun í Þýskalandi sýnir svart á hvítu, hversu mikil andstaða almennings er í raun og veru.

Þýzkaland hefur, eins og Svíþjóð, átt undir högg að sækja vegna hömlulauss fjöldainnflutnings á undanförnum árum. Margir innflytjendur sækja þangað vegna rausnarlegs velferðarkerfis.

Í byrjun mars lýsti Michael Kretschmer, fylkisstjóri Saxlands, því yfir að setja þyrfti efri mörk á hversu margir fá að koma til Þýskalands. Hann sagði í viðtali við dagblaðið Bild:

„50.000 eða 60.000 flóttamenn á ári – fleiri geta þeir ekki orðið á næstu árum, vegna þess að við erum með svo mikið aðlögunarátak.“

Almenningur er búinn að fá nóg

Eftir þessa yfirlýsingu Kretschmers bað Bild Insa stofnunina um að gera skoðanakönnun, þar sem kannað var hvernig þýska þjóðin lítur á málið. Niðurstaðan var yfirgnæfandi stuðningur við að takmarka fjölda innflytjenda. 76% aðspurðra svöruðu spurningunni játandi hvort þörf væri að setja hámark á fjölda innflytjenda. Aðeins 18% vilja ekki slík mörk. 6% vildu ekki eða gátu ekki svarað spurningunni. Nýlega bárust fréttir af austurrískri könnun sem sýndi, að meirihluti íbúanna vilja alfarið stöðva frekari innflutning.

Rödd fólksins

Flokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland AfD fagnar niðurstöðum könnunarinnar. Flokkurinn skrifar á X (sjá að neðan), að fólkið hafi talað og að ljóst sé, að AfD sé rödd fólksins. Enginn annar flokkur vill hlusta á þá sem eru á móti hömlulausum fólksinnflutningi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa