Nemendurnir voru ekki látnir vita að hádegismaturinn var búinn til úr skordýrum

Sænska sjónvarpið segir frá því, að áður áttum við að borða skordýr til að bjarga „loftslaginu.“ En núna getur það orðið raunveruleikinn ef „stríðið“ kemur.

Sænska sjónvarpið SVT gerði frétt um menntaskóla í Södertälje sem framreiddi skordýramat, taco-kjöt úr skordýralirfum í hádegismat fyrir nemendur. Einn nemandinn segir:

„Nammi, þetta er ljúffengt.“

Nemandinn veit hins vegar ekki um það, að hún er að borða skordýr. Þegar hún kemst að því, verður hún sjokkeruð og vill ekki borða meira.

Samkvæmt SVT er skólinn að gera tilraunir með uppskriftir sem hægt er að nota þegar „stríðið“ eða „kreppan“ kemur. Á tímum kalda stríðsins höfðu Svíar aðgang að stórum matvælabirgðum en slíkt er ekki lengur tiltækt. Skordýramaturinn getur orðið „lífsnauðsynlegur“ ef stríðið eða kreppan – hvað svo sem það nú er – kemur. Fréttamaður SVT segir í þættinum:

„Nemendur fá að vita, að þetta er matur framtíðarinnar, loftslagssnjall og gagnlegur og að lirfurnar hafa átt góða daga.“

Margir bregðast við því á samfélagsmiðlum, að nemendur virðast ekki hafa vitað, að þeim var boðið upp á skordýr. „Er þetta löglegt?“ spyr einn aðili.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa