Stríðshaukarnir sameinast um að senda langdræg vopn til Úkraínu – ESB styrkir þreföldun skotfæraframleiðslu Norðurlanda

Sænska sjónvarpið greindi frá því í gær, að Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron forseti Frakklands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands sameinist um að senda meiri hernaðaraðstoð til Úkraínu. Meðal annars á núna að senda Úkraínu vopn sem fram að þessu hefur ekki verið vilji til að senda: langdrægar eldflaugar til að skjóta á skotmörk inni í Rússlandi.

Frakkland segist núna vilja tryggja „að Rússland vinni ekki stríðið.“ Macron hefur sagt að einungis sé hægt að tryggja frið, ef Úkraína taki til baka allt landsvæði sitt, þar á meðal Krímskagann. Engu er líkar en að verið sé að gera allt til að reyna að fá Rússland til að skjóta á eitthvert Nató landið svo hægt sé að fara á fullu í þriðju heimsstyrjöldina.

ESB fjárfestir í nýrri skotfæraverksmiðju í Svíþjóð sem mun þrefalda skotfæraframleiðslu á Norðurlöndum

Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar er afskaplega hamingjusamur með ESB-peninga til byggingu vopnaverksmiðjunnar í Karlskoga.

Samtímis greinir SVT einnig frá því, að ESB fjárfestir í byggingu nýrrar skotfæraverksmiðju í Karlskoga í Svíþjóð. Mun framleiðslugeta slíkra vopna þrefaldast á Norðurlöndum þegar verksmiðjan verður komin í fulla framleiðslu. Vopnaframleiðandinn Nammo hefur verksmiðjur í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og fær um 130 milljónir sænskra króna frá ESB og 159 milljónir króna frá sænska ríkinu til að þrefalda framleiðslugetuna.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa