Yfirgnæfandi meiri hluti Evrópubúa andvígir auknum stuðningi við Úkraínu

Í nýlegri könnun hugveitunnar ECFR (European Council on Foreign Relations) kemur í ljós þverrandi stuðningur við stríðið í Úkraínu. Einungis 10% telja að Úkraína muni vinna stríðið og færri en þriðjungur styðja áframhaldandi stríð. Svíar toppa listann yfir þá sem vilja áframhaldandi stríð í Úkraínu. Yfirgnæfandi meirihluti vill minnka eða hætta stuðningi við stríðið.

Sænska sjónvarpið SVT ræddi við Björn Fägersten hjá Utanríkismálastofnun Svíþjóðar um útkomu könnunarinnar. Voru þrjú lönd sýnd: Svíþjóð, Þýskaland og Frakkland. Einungis 18% styðja áframhaldandi stríð í Frakklandi, 22% í Þýskalandi og 43% í Svíþjóð. Þeir sem vilja minnka stuðning til Úkraínu voru 36% í Þýskalandi, 27% í Frakklandi og 15% í Svíþjóð. Séu þeir teknir með sem segja að ekki eigi að auka stuðninginn eru það 58% sem vilja minnka eða ekki auka stuðninginn til Úkraínu í Frakklandi, 59% í Þýskalandi og 31% í Svíþjóð. Meðalgildi þjóðanna er 59% sem vilja minnka eða ekki auka stuðning til stríðsins.

Stríðshaukarnir eru greinilega að einangra sig frá almenningi í afstöðunni til stríðsins. Sjá má könnunina hér að neðan.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa