Louisiana er fyrsta ríkið sem gerir boðorðin tíu sýnileg í öllum almennum skólastofum. Baráttan er rétt að byrja.
Associated Press greinir frá því að Jeff Landry, ríkisstjóri Louisiana, hefur undirritað ný lög sem mæla svo fyrir að boðorðin tíu séu birt á veggspjaldastærð í „stóru, auðlæsilegu letri“ í öllum almennum kennslustofum. Ná lögin einnig til háskólastigsins.
Samkvæmt fréttastofu CBS verða einnig birtar málsgreinar sem lýsa því, hvernig boðorðin tíu „voru áberandi hluti af bandarískri almennri menntun í næstum þrjár aldir.“ Lögin taka gildi í ársbyrjun 2025. Einnig er gert ráð fyrir, að veggspjöldin séu greidd með einkaframlögum en ekki ríkisfé.
Fleiri ríki vilja einnig að boðorðin tíu verði í skólastofum
Ríkin Texas, Utah og Oklahoma, undirbúa svipuð lög og Louisiana en ótti er við málsóknir sem tefja málið. BBC bendir á að margvísleg lagaleg átök hafa verið í gegnum árin varðandi birtingu boðorðanna tíu í opinberum byggingum eins og skólum, dómshúsum og lögreglustöðvum.
Lögin heimila einnig að sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna verði gerð sýnileg en það er ekki krafa eins og með boðorðin tíu.
Trúleysingjar hóta málshöfðun
Eins og við var að búast hafa öfga-vinstri menn eins heitið því að berjast gegn lögunum fyrir dómstólum. Samtökin „American Civil Liberties, ACLU“ tilkynnti á miðvikudag að þeir hefðu átt í samstarfi við trúleysingjahópa sem vilja aðskilnað kirkju og ríkis til að höfða mál gegn Louisiana. Hópurinn skrifar:
„Við erum að undirbúa málsókn gegn lögunum. Þau brjóta í bága við aðskilnað ríkis og kirkju og eru bersýnilega í bága við stjórnarskrána. Fyrsta viðbótin lofar, að við fáum öll að ákveða sjálf hvaða trúarbrögð við iðkum ef einhver eru án þrýstings frá stjórnvöldum. Stjórnmálamenn eiga ekkert erindi að þröngva valinni trúarkenningu sinni upp á nemendur og fjölskyldur í opinberum skólum.“
AP bendir á að árið 1980 hafi svipuð lög verið samþykkt í Kentucky en þau voru felld á grundvelli þess að þau voru ekki á grundvelli stjórnarskrárinnar. Dómarar voru klofnir í málinu, fimm greiddu atkvæði með dómnum en fjórir voru á móti. Dómararnir tóku fram í úrskurði sínum að auk sakamála vísuðu boðorðin tíu einnig til tilbeiðslu á Guði.
Fróðlegt verður að fylgjast með að hvaða niðurstöðu Hæstiréttur kemst í máli Louisiana rati málið þangað.