Boðskapur Ungverjalands í forsæti ESB: „Gerum Evrópu mikla aftur“

Þann 1. júlí tekur Ungverjaland við formennsku í ESB. Þá verður það Gerum Evrópu mikla aftur „Make Europe Great Again“ sem gildir. Það verður hið opinbera slagorð landsins.

„Make America Great Again“ varð vinsælt slagorð hjá fylgjendum Donald Trumps, 45. forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum árið 2016 og er enn vinsælasta slagorðið.

Ungverjaland er í formennsku ESB á tímabilinu júlí til desember 2024. Slagorð Ungverjalands og Viktor Orbán forsætisráðherra um að Gera Evrópu mikla aftur er meginmarkmiðið með formennsku Ungverjalands í ESB. Balázs Orbán, fulltrúi forsætisráðherrans skrifar á X:

„Þann 1. júlí tekur Ungverjaland við formennsku í ráði Evrópusambandsins. Ungverjaland mun vinna í anda einlægrar samvinnu aðildarríkjanna og stofnana, að friðsælri, öruggri, sterkri og farsælli Evrópu.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa