Charles Michel. (Mynd © EU 2020 – EP CC 4.0)
Stríð Ísraels og Palestínumanna gætu haft „margvíslegar afleiðingar“ fyrir Evrópu að sögn forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel. Meðal annars er öryggi evrópskra þjóða ógnað. Stríðið milli Ísraels og Hamas getur einnig aukið spennuna milli ólíkra hópa og „fóðrað öfgastefnur,“ skrifar hann í bréfi á vefsíðu ESB.
Stríð Ísraela og Hamas fær Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB, til að senda frá sér viðvörun um nýja flóttamannabylgju til Evrópu. Hann skrifar:
„Þessi átök hafa margar afleiðingar, jafnvel fyrir okkur í Evrópusambandinu.“
Svæðisbundin stigmögnun átakanna er líklegur möguleiki. Átökin geta líka haft „mikil áhrif á öryggið í samfélögum okkar. Ef við förum ekki varlega getur það aukið spennuna milli hópa og fóðrað öfgar.“ Hann heldur áfram:
„Að lokum er mikil hætta á fólksflutningum og flutningi fjölda fólks til nágrannalanda sem þegar hafa umtalsverðan fjölda flóttamanna á yfirráðasvæði sínu. Ef ekki er farið varlega í þetta er hætta á frekari fólksflutningabylgjum til Evrópu.“