Hryðjuverkamaðurinn í Belgíu skotinn

Íslamski hryðjuverkamaðurinn Abdesalem Lassoued, sem myrti 2 Svía í Brussel á mánudag er nú sagður hafa verið skotinn á kaffihúsi, að sögn belgískra fjölmiðla.

Snemma á þriðjudagsmorgun hafði belgísku lögreglunni enn ekki tekist að handtaka 45 ára gamlan hryðjuverkamann, sem grunaður er um að hafa skotið til bana sænska knattspyrnuunnendur í Brussel. Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, sagði á blaðamannafundi á þriðjudagsmorgun sagði að allt að 5.000 lögreglumenn væru að að leita að hryðjuverkamanninum.

Samkvæmt belgíska HLN er hryðjuverkamaðurinn, Abdesalem Lassoued, ólöglegur innflytjandi frá Túnis sem sótti um hæli árið 2019. Hryðjuverkaógn hefur verði hækkuð upp í stig 4 eins og ríkir í Svíþjóð, sem þýðir að hættan er „mjög alvarleg og yfirvofandi.“

Hryðjuverkamaðurinn skaut Svía sem voru í peysum merktum landsliði Svíþjóðar fyrir úrslitaleik Belgíu og Svía. HLN segir myndbönd sýna mann nálgast á skellinöðru og skjóta með hríðskotabyssu. Báðir Svíarnir voru í leigubíl. Samkvæmt Expressen sást hryðjuverkamaðurinn elta fleiri manns, skjótandi og öskrandi „Allahu akbar.“

Klukkan 08:00 í morgun, þriðjudag, segja belgískir fjölmiðlar að hryðjuverkamaðurinn hafi verið skotinn á kaffihúsi í úthverfi Schaerbeek. Að sögn HLN hefur maðurinn verið skotinn til bana. Nokkrar heimildir eru sagðar hafa staðfest þetta. Skotvopnið ​​sem notað var til að drepa tvo Svía fannst einnig á vettvangi. Lögreglan sagði að símtal hafi borist um að maðurinn væri á kaffihúsi í Schaarbeek. „Þegar lögreglan kom á staðinn var skotbardagi þar sem Túnismaðurinn var skotinn til bana“ skrifar HLN.

RTBF skrifar að maðurinn hafi verið skotinn í brjóstið og fluttur á brott með sjúkrabíl.

https://twitter.com/GlobeEyeNews/status/1714166076509155776
Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa