Hryðjuverkamaðurinn vistaðist ólöglega í Svíþjóð

„Mjög sterk öfl“ vilja Svíþjóð illa núna sagði Ulf Kristersson forsætisráðherr Svíþjóða á blaðamannafundi á þriðjudag (sjá myndskeið að neðan). Hryðjuverkamaðurinn sem myrti tvo Svía í Brussel á mánudag hefur áður verið í Svíþjóð.

Mennirnir sem myrtir voru í Brussel í gær voru myrtir vegna þess að þeir voru Svíar. Ógnarmyndin í garð Svíþjóðar hefur aukist eftir Kóranbrennur sem hafa vakið mikla alþjóðlega athygli og reiði múslíma víða um heim. Einnig eru umræður á samfélagsmiðlum um tengsl á milli hryðjuverkaárásarinnar í Brussel og Nató umsóknar Svía.

27 þúsund einstaklingar dveljast ólöglega í Svíþjóð

Kristersson sagði á blaðamannafundinum.

„Samkvæmt belgískum heimildum hafði hryðjuverkamaðurinn sótt um hæli en honum var synjað og var síðan áfram í landinu. Hann hefur líka dvalið stundum í Svíþjóð. Við verðum að athuga hvaða fólk er í Svíþjóð og að það sé hér á lagalegum grundvelli. Ef þeir eru ekki hér löglega verða þeir að fara úr landi. Bæði Svíþjóð og ESB verða að hafa betri stjórn á landamærum okkar. Hættulegt fólk sem ekki eru sænskir ríkisborgarar verður tafarlaust að víkja úr landi.“

„Í víðum skilningi þurfum við að vita hvaða fólk er í Svíþjóð og að það vistist á löglegum grundvelli. Núna erum við með 27.000 manns sem eru í Svíþjóð þrátt fyrir að búið sé á lagalegum grunni að ákveða, að þetta fólk skuli yfirgefa Svíþjóð. Þetta er hættulegt ástand. Við getum ekki haft það svona.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa