Pólverjar sameinaðir gegn opnum landamærum

Myndin er frá átökum á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands haustið 2021 (skjáskot YouTube).

Samtímis með kosningunum s.l. sunnudag til pólska þingsins fór einnig fram þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkur mikilvæg mál. Eitt af því var, hvort Pólverjar ættu að opna landamærin fyrir fjöldainnflutningi.

Þjóðaratkvæðagreiðslan í Póllandi á sunnudaginn hefur fallið svolítið í skuggann af þingkosningunum. Auk þess að velja foringja til þingsins, þá greiddu Pólverjar atkvæði um fjögur mikilvæg mál.

Spurningar þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Spurt var:

  1. Styður þú sölu ríkiseigna til erlendra aðila, sem mun leiða til þess að pólskar konur og menn glati yfirráðum yfir mikilvægum þáttum hagkerfisins?
  2. Styður þú hækkun eftirlaunaaldurs, – þar með talið að breyta eftirlaunaaldri til baka í 67 ár fyrir konur og karlmenn?
  3. Styður þú, að girðingin á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands verði fjarlægð?
  4. Styður þú innflutning þúsunda ólöglegra innflytjenda frá Mið-Austurlöndum og Afríku samkvæmt hinu þvingaða landflóttakerfi sem evrópska embættismannakerfið hefur komið á?

Þannig svöruðu Pólverjar

Enginn vafi lék á afstöðu Pólverja til málanna að sögn Wiadomosci.

  • Svarið við spurningu 1 var: 97,5% nei við sölu ríkiseigna.
  • Svarið við spurningu 2 var: 96% nei við hækkun lífeyrisaldurs.
  • Svarið við spurningu 3 var: 97,8% nei við að rífa niður girðinguna á landamærum Hvíta-Rússlands.
  • Svarið við spurningu 4 var: 98,6% nei við því að opna landamærin fyrir fjöldainnflutningi.

Dræm þátttaka – einungis 40% í þjóðaratkvæðagreiðslunni

Tölurnar að ofan miðast við fjölda greiddra atkvæða. En mikill munur var á kjörsókn til þingkosninganna með yfir 70% kjörsókn á meðan aðeins 40% greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla teljist bindandi þarf að minnsta kosti helmingur þjóðarinnar, 50%, að hafa kosið, -því verður atkvæðagreiðslan aðeins ráðgefandi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa