Í miðju stríði gegn Rússlandi og Palestínu – ekki gleyma stríði Washington gegn Julian Assange og Donald Trump

Paul Craig Roberts er heimskunnur fyrir skarpar skilgreiningar sínar um stjórnmál og efnahagsmál. Hann var tilnefndur af Ronald Regan sem aðstoðarfjármálaráðherra 1975-1978 og starfaði sem sérstakur ráðgjafi varnarmálaráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins eftir það. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál og efnahagsmál. Hér er ein nýjasta færsla hans á vefnum https://www.paulcraigroberts.org/


Paul Craig Roberts skrifar:

Í miðju stríði gegn Rússlandi og Palestínu – ekki gleyma stríði Washington gegn Julian Assange og Donald Trump

Einu stríði er ekki lokið og annað blóðugt hafið. Stríð er saga 21. aldarinnar og Washington er á bak við þau öll – Afganistan, Írak, Líbýa, Sýrland, Suður-Ossetía, Jeman, Úkraína, Palestína. Allt þetta samtímis sem Washington heldur áfram með morð sín á Julian Assange og Donald Trump.

Habeas corpus

Assange hefur setið í fangelsi í áratug í einni eða annarri mynd. Hann hefur verið í einangrun undanfarin ár þrátt fyrir að hafa aldrei verið leiddur fyrir dóm eða sakfelldur. Bretar sem gáfu heiminum habeas corpus hafa neitað Assange um lagalega vernd. Algjörlega spilltir fjölmiðlar hafa ranglega lyft Assange fram sem svikara gegn Bandaríkjunum, sem er fáránleg ásökun þar sem hann er ekki bandarískur ríkisborgari. Hvernig getur ekki ríkisborgari verið svikari við land?

Habeas corpus kemur í veg fyrir að valdhafar haldi einstaklingi í fangelsi án aðkomu réttarfarskerfisins. En Assange hefur verið í haldi um óákveðinn tíma, án þess að fram hafi komið sönnunargögn gegn honum. Hann er í fangelsi eingöngu vegna kröfu Washington. Þar sem Washington hefur engar sannanir gegn Assange, þá er þetta leið Washington til að drepa hann. Washington treystir á streitu, vegna margra ára gremju við að vera neitað um réttláta málsmeðferð, til að drepa Assange. Það er ekkert annað en hefnd fyrir þá skömm sem Washington hlaut eftir að Wikileaks birti skjöl sem var lekið á netinu.

Streita notuð sem vopn til að brjóta niður andstæðinginn

Það er líka verið að myrða Donald Trump. Washington treystir hér eina ferðina enn á streitu. Trump er 77 ára gamall. Ofan á streituna í starfinu sem forseti Bandaríkjanna, þurfti Trump samtímis að þola ásakanir um að ganga erinda Rússlands, tvær ríkisákærur, kæru nektardanskonu, kæru fyrir uppreisn, kæru fyrir ólöglega skjalameðhöndlun, nauðgunarkærur og núna stendur hann samtímis í 4 aðskildum réttarhöldum. Á sama tíma berst hann fyrir endurkjöri og spilltur dómstóll demókrata hefur sakfellt hann fyrir rangar sakargiftir fyrir að ofmeta verðmæti fasteignaeigna sinna og er að reyna að gera eignir hans upptækar. Allt þetta mun án efa koma niður á hjónabandi hans og sambandi við dóttur sína. Repúblikanar á þingi eru hluti af einsflokksríkinu og styðja ekki sinn eigin forseta. Trump er maður sem hefur verið barinn óréttlátlega í 7 ár og það versta er eftir. Ljóst er að Washington, sem hefur engar sannanir gegn honum, treystir á heilablóðfall eða hjartaáfall af völdum þeirrar streitu sem Washington beitir.

Verið að búa til víti til varnaðar forsetum framtíðarinnar

Ætlunin með stórfelldum ofsóknum á hendur Donald Trump er að kenna öllum framtíðarframbjóðendum forseta, að þeim verði tortímt, ef þeir ganga gegn stefnuskrá stofnunarinnar, reyna að koma stjórnvöldum aftur í hendur fólksins eða koma á eðlilegum samskiptum við þann óvin sem herinn og vopnaframleiðendur þurfa til að geta verið áfram arðbær. Þessi ótrúlega valdasýning gegn bandarísku þjóðinni fer óséð, sem styrkir spurningu mína: Hefur bandaríska þjóðin næga greind til að lifa af? https://www.paulcraigroberts.org/2023/10/15/do-white-people-have-enough-intelligence-to-survive/

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa